Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Síða 29
Þjóðréttarstaða íslands
11
kvæm réttindi í ríkjunum.1) Sem endurgjald fyrir þau réttindi, sem
Islendingar fengu í Noregi, skuldbundu þeir sig til að veita Noregskon-
nngi stuðning í styrjöldum, þegar þeir væru istaddir í ríki hans, en þó
svoaðeins að um vörn væri að ræða fyrir Noreg, en ekki lierferðir
utanlands. Þar að auki voru af hverjum þremur vopnfærum Islending-
um aðeins tveir herskyldir. Það var alveg eðlilegt að ekkert þvílíkt.
ákvæði fyrir Norðmenn á Islandi væri til, þegar atliugað er, hvílíkt
öryggi fjarlægðin frá öðrum löndum gaf landinu. Eina hugsanlega
stríðshættan stafaði frá Noregi.2)
2. Island 1268—1903.
Nokkrum árum eftir að Lslendingar liöfðu gengið' konungi á liönd
var þeim fengin ný lögók — Járnsíða—sem m. a. hafði í sér fólgnar
mikilvægar stjórnarfarslegar breytingar. Groðorðin og lögsögumanns-
embættið voru lögð niðlir. í staðinn fyrir lögsögumanninn kom lögmað-
nr, sem skipaður var af konungi og stjórna átti gjörðum Alþingis, og
tók þátt í dómsúrskurðum. Lögréttan hélt áfram að vera til en varð nú
líka dómstóll. Alþingi tók dræmt við þessum breytingum en samþykti
þó lög smám saman á árunum 1271'—(273, er voru í nánu samræmi við
norsk lög. Skömmu síðar var gjörð á þeim endurskoðun, og hin nýju,
hreyttu lög voru samþykt á Alþingi 1282. Þau gilda í vissum greinum
fram á þenna dag. Þau fengu nafnið Jónsbók, eftir Islendingi einum,
sem tók þátt í að semja þau. Þessi lög voru einnig í samræmi við norsk
lög, en þó var mikið tekið upp í þau úr liinum gömlu íslenzku lögum,
G-rágás. Árið 1275 var lögleiddur nýr kristinréttui'.
1 Jónsbók voru tekin upp sömu konungserfðalög og áður voru í gildi
gengin í Noregi. Með Gamla Sáttmála varð Island erfðaríki, og þar
sem engin sérstök erfðalög voru sett fyrir 1-sland, álít eg, eins og Knud
Berlin — án þess þó að fallast á rök hans að öðru leyti — alveg eðlilegt
að ákvarðanirnar um konungserfðir í Noregi væri gjörðar g'ildandi fyrir
Island.3) Skoðun Einars Arnórssonar, að konungserfðalögin tækju ekki
1) Óbreytt orð P. A. Munchs: Det norske folks historie, Christiania 1852-63, 1: 2, s. 696-97.
2) Árið 1024 krafðist Ólafur Noregskonungur þess, að Island léti af hendi við hann iitla
íjallaeyju við norðurströnd landsins,—Grímsey. ísland neitaði þessu, eftir að einn alþingis-
manna sýndi fram á hvilík hætta stafaði af því, ef erlent ríki gæti haldið skipaflota við
Grímsey. Tveim árum síðar braut konungur upp á deilu við ísland og hélt í gislung hjá sér
nokkrum háttstandandi íslendingum, sem voru gestir hans. Krafðist hann þess nú, að
ísland skyldi samþykkja norsk lög og gjalda honum bæði skatta og mannbætur. pessum
kröfum konungs var vísað burt á Alþingi 1027. — í byrjun 13. aldar reis upp aftur mikil
misklíð milli Noregs og íslands. íslenzkir menn höfðu ráðist á nokkra norska kaupmenn,
og1 olli það svo mikilli reiði meðal Norðmanna, að verzlunarsamböndum var slitið og árið
1219 ákveðið að gjöra út leiðangur til íslands. Búið var að bjóða út liði og velja skip til
ferðarinnar. En fyrir samningalipurð Snorra Sturlusonar varð þessu þó afstýrt. Hann
var I miklu áliti hjá Hákoni konungi og hafði tekið virðingarstöðu við hirð hans, eitthvað
lika því sem títt er um konungborna menn á vorri tíð, er taka virðingarstöður i her erlendra
Þjóðhöfðingja.
Z)Knud Berlin, Islands staatsrechtliche Stellung nach Untergang des Freistaats, Berlin
1910 (eftirleiðis auðkent með Knud Beriin), bls. 174. Jón Sigurðsson áleit að konungserfða-
lögin hefðu ekki verið samþykt á Islandi heldur sett inn í lögbókina síðar (Jón Sigurðsson,
bls. 18). ólafur Halldórsson. sem hefir gefið Jónsbók út, hefir mælt á móti þessari skoðun.