Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Side 34
16
Tímarit Þjóðrcehiisfélags Islendinga
Þetta virðist líka hafa verið álit Danmerkur. því í konunglegri
tilskipun frá árinu 1848 er íslendingum gefið til kynna, að það sé ekki
ætlun konungs, að þær ákvarðanir, sem kynnu að' vera nauðsynlegar til
að ákveða stjórnskipulega stöðu Islands í ríkinu vegna hinnar sérstöku
aðstöðu þess, yrðu fastákveðnar, fyr en búið væri að' leita álits Islend-
inga sjálfra á fundi lijá þeim heima fyrir, og þær samþyktir sem þar
yrði gjörðar, lagðar fyrir næsta Alþingi.
Árið 1843 hafði Alþingi verið endurreist sem ráðgjafarþing. 1
liinum dönsku kosningarlögum, sem höfðu verið gefin út á undan hinni
fyrnefndu tilskipun, liafði verið ákveðið, að Island skyldi hafa fimm
konungkjörna fulltrúa á hinu danska grUndvallarlagaþingá. Island
gjörði sig ekki ánægt með þetta- og þessvegna gaf konungur út tilskipun
sína. Hin danska stjórnarskrá, sem var gefin út 1849, áður en Island
liafði getað tekið afstöðu til hennar, gekk því ekki í gildi fyrir Island
og liefir heldur ekki verið lögboðin þar.
Árið 1851 var svo kvatt til fundarins, sem íslendingar höfðu fieng-
ið loforð fyrir — hins sögufræga þjóðfundar. Konungur lagði frum-
vai'p fyrir fundinn. Eftir því átti danska stjórnarskráin að ganga í
gildi á íslandi og löggjafarvaldið fyrir sérmál íslands að' vera í liöndum
konungs og Alþingis. Alþingi átti að hafa svipað umboð eins og hin
dönsku amtsráð. Island átti að kjósa 4 fulltrúa til hins danska þjóð-
þings (Folketing) og' 2 til landsþingsins (Landsting). 1 þessu virðist
liggja skýr viðurkenning á því, að danska stjórnarskráin væri ekki
bindandi fyrir Island, fyr en búið væri að samþykkja liana þar í landi.
Þetta frumvarp var ekki samþykt, en í stað þess var borið fram
íslenzkt frumvarp, sem myndað hefði nýtt samband milli íslands og
Danmerkur, hefði það náð fram að ganga — samband, sem hefði mátt
kalla “ríkjasamband.” En vitanlega náði það ekki samþykki konungs.1)
Konungur liélt því áfram að gefa út lög fyrir Island, án samvinnu við
danska Bíkisþingið, en í samvinnu við hið ráðgefandi Alþingi.
Hin nýja danska stjórnarskrá frá 1866 var heldur ekki lögskipuð á
Islandi og hefir þar af leiðandi heldur ekkert gildi þar.
Jón Sigurðsson liafði forustuna í stjórnarskrárbaráttunni. Til
þess að taka af öll tvímæli um réttarstöðu landsins gaf konungur út
lögin frá 2. jan. 1871, í heimildarleysi við íslenzkt réttarfar. Þan voru
einnig' brot á þeim loforðum, sem margsinnis höfðu verið gefin Islend-
ingum, um þátttöku í að semja stjórnarskrá landsins. Alþingi mótmælti
þessum gjörðum og taldi þau skerða hagsmuni landsbúa. Það vissi líka
l)Danski sendimaðurinn skoðaði mótmæli fundarins sem uppreisn og hætti þegar við allar
samningatilraunir og sleit fundinum. pá reis Jðn Sigurðsson úr sæti sínu og lýsti því
yfir, að hann mðtmælti því bæði í nafni konungsins og þjððarinnar. Hann áskildi Alþingi
rétt til að kæra þessa lögleysu fyrir konungi. Meirihluti þingmanna tðk undir þetta með
honum. Alþingismennirnir sendu þrjá úr sinum hðpi, þar á meðal Jðn Sigurðsson, með
kæruskjal til konungs, en ferðin har engan árangur. petta olli mikilli ðáægju í landinu,
og mðtmælaskjal með yfir 2,000 undirskriftum var sent konungi.