Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Side 40
22
Tímarit Þjóðrœknisfélags íslendinga
til slíkrar atkvæðagreiðslu! Um þessa uppástungu áleit blaðið, að allir
stjórnmálaflokkar á Islandi gætu sameinast.
4. Gamli Sáttmáli.
Aðal vandamál dansk-íslenzltu nefndarinnar, er kom saman í Kaup-
mannahöfn árið 1908, var að samrýma hinar afar ólíku skoðanir, Dana,
að ísland væri hluti hins danska ríkis með sérstökum landsréttindum,
og íslendinga- að landið væri réttarfarslega óháð og sjálfstætt ríki er
þeir óskuðu eftir að fá viðurkent.
Áður en eg vík nánar að gjörðum nefndarinnar vil eg athuga
ítarlegar hin réttarfarslegu fyrirmæli Gamla Sáttmála og rannsaka
hvort þau voru þá enn í gildi.
Enginn liefir borið á móti því, að Island og Koregur hafi verið
sjálfstæð ríki árið 1263. Danir álíta, að Island hafi þá gefið upp sjálf-
stæði sitt. Sérstaklega heldur Knud Berlin þeirri skoðun fram. Ef tvö
sjálfstæð ríki ganga í réttarsamband, og annað gefur upp sjálfstæði
sitt fyrir hinu, þá verður sú sameining' að vera bundin réttarfarslegum
samningi. En nú er Gamli Sáttmáli liið eina skilríki lútandi að sam-
einingu Islands og Noregs og þar er alls ekki talað um uppg'jöf á sjálf-
stæði Islands fyrir Noregi. Það var algerlega persónulegur samningur
Islands og Hákonar (Noregs) konungs og var bindandi fyrir afkom-
endur hans, eða eins og skjalið beinlínis segir, “fyrir erfingja hans,”
og síðar fyrir liina d-önsku konunga. Gamli Sáttmáli var heldur ekki
afnuminn árið 1662, þegar einveldið komst á á íslandi, nokkru síðar en
í Danmörku og- Noregi. Það er rétt að liinn einvaldi konungur fór með
landið eins og það læg'i undir Danmörku, en með því var ekki stofnuð
ný réttarfarsleg afstaða milli ríkjanna, og margsinnis msaði Island til
Gamla Sáttmóla. Islendingar mótmæltu Stöðulögunum frá 1871, þar
sem því var lýst yfir, án þess að Island væri með' í ráðum, að landið
væri óaðskiljanlegur hluti hins danska ríkis, með sérstökum landsrétt-
indum, þó að þeir viðurkendu stjórnarskrána frá 1874, sem nevdd var
upp á þá, þótt hún væri að sumu leyti samhljóða lögunum frá 1871, vegna
þess að þeir álitu ný mótmæli ónauðsynleg eftir aðeins 3 ár.
Gamli Sáttmáli var því í gildi þegar dansk-íslenzka nefndin kom
saman. Ef frumvarp hennar að nýjum sáttmála hefði verið samþykt á
Islandi og í Danmörku, þá hefði mvndast ný réttarstaða við'urkend af
báðum aðiljum, og Gamli Sáttmáli geng'ið úr gildi.
Af hálfu Dana var því haldið fram, að Gamli Sáttmáli liafi ekki
verið g'jörður samltvæmt þjóðréttarlegum fyrirmyndum, og Island ekki
verið viðurkent sem konungsríki. Yið það vil eg' gjöra þá athugasemd,
að slíkt snið, sem var á Gamla Sáttmála, var ekki óvenjulegt á miðöld-
unum, þó menn, þegar á þeim tíma, oftast notuðu svipað orðalag á
samningum eins og nú tíðkast. Eg vil aðeins nefna tvö dæmi: 1 Sátt-
málanum sem gerður var 1022, milli Noregs og’ hins íslenzka þjóðveldi.s,