Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Qupperneq 41
ÞjóðréMarstaða Islands
23
eru ríkin, er samninginn gerðu, eða fulltrúar þeirra, ekki nefndir í
upphafi lians. Líkt átti sér staÖ, þegar Uri, Seliwyz og Unterwalden
g'.jöröu bandalag sín á meðah 1. ágúst 1291.1) Raunar vora þau ekki
sjálfstæð ríki, en þó jöfn að réttarstöðu.
Að því er ísland snertir, þá var það ekki nefnt lýðveldi á lýðveldis-
tímanum, né konungsríki eftir að það varð konungsríki. En með því
er ekki sagt, að Island hafi ekki í raun og veru verið hvorttveggja.
Á miðöldunum tíðkaðist það að ríki væri nefnt “land.”2) Annars
voru bæði þá og síðar landslilutar oft kallaðir “konungsríki.” A vorum
tímum eru til nokkur sjálfstæð ríki — brezku sambandslöndin — er vel
gætu borið nafnið konungsríki, þar sem liið æðsta yfirvald þeirra er
konungur, en heita það þó ekki, heldur sambandslönd.3) Og svo tekið
sé allra nýjasta dæmið, heitir hið nýja sjálfstæða kirkjuríki páfadóms-
ins Citta del Vaticano. Heiti ríkis er því aðeins nokkurs konar nafn-
spjald og segir ekkert til um réttarstöðu þess.
Með sáttmálanum sóru Islendingar Hákoni konungi hollustueið og
skatta, en gátu þess þó ekki að liann væri Noregskonungur. Sömu eiða
unnu þegnar lians lionum í Noregi. Konungi var svarið land og þegnar,
með sama hætti og tíðkaðist við norsku konungshyllingarnar. Með
þessu öðlaðist Island hliðstæða stöðu við' Noreg, en var Noregi engan
veginn undirgefið. “Land og þegnar,” skrifar Ivnud Berlin,4) “þýðir
í stuttu máli liinn viðurkendi réttur konungs til lands og þegna, þ. e. hið
fulla, á venjulegan hátt viðurkenda, konungsvald. ” Þetta er alveg rétt
—en sannar ekki staðhæfingu Knud Berlin, að Island hafi svarið kon-
unginum hollustu sem norskum konungi. Hákon varð konungur ís-
lands — annað er eigi hægt að lesa út úr sáttmálanum.
Gamli Sáttmáli tekur réttindi Islands skýrt fram. Engum má
stefna utan, nema þeim mönnum, sem Alþingi landsins hefir dæmt af
landinu. Lögmenn og sýslumenn (einu embættismennirnir á þeim
l)Sáttmálinn er prentaöur hjá BluntscliH, Geschichte der schweizerischen Bundesrechts 2.
his. 1.
-)Jellinek, “Allgemeine Staatslehre,” Berlin 1905, bis. 125.
%)Ragnar Lundborg, “De britiska Dominiernas Folkráttsliga Stállning,” í “Nordisk Tidskrift
for International Ret, Acta Scandinavica juris gentium,” Kjjöbenhavn 1933, bls. 63, sami
höfundur, “Der Britische Völkerbund.” Rannsókn í þjóðrétti og rlkisrétti í: Zeitschrift fur
Völkerrecht, Breslau, 1935, bls. 174. í hinu síðarnefnda riti segir á þessa leiö: “Eftir
skoðun minni á ríkjasamböndum þarf enganveginn að skapa nýja fyrirmynd ríkja og
ríkjasambanda til þess að geta þar undir skilgreint hin brezku sambandslönd og ríkjasam-
bönd. Brezka veldið er ríkjasamband eða þjóðréttarsamband sjálfstæðra ríkja. Einingar
sambandsins eru hver um sig þjóðréttar-persónur; sambandið sjálft er ekki rfki. En með
Því að persóna konungs allra ríkjanna er hin sama, er ríkjasamband (realunion) milli
Þeirra. En Þar sem konungurinn, samkvæmt brezkri þingræðisvenju, “rikir en stjórnar
fikki,” er þetta ríkjasamband veikara en fyrri ríkjasambönd, þar sem konungurinn virki-
lega var hið æðsta yfirvald rlkisins. pað kemur líka fram I því, að af hinum sex jafn-
réttháu ríkjum, ber aðeins Stóra-Bretland, vegna sögulegrar hefðar, heitið konungsriki, en
hin sambandslöndin ekki, heldur ýms önnur nöfn.
i)Knud Berlin, bls. 72.