Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Page 44

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Page 44
26 Tímarit Þjóðrœlcnisfélags íslendinga samkomu. “Beztu menn” voru auðvitað norskir menn í Noregi, ís- lenzkir á Islandi. Að “beztu menn” í Noregi (oft sama sem ríkisráðið) hefðu með tímanum mikil áhrif á Islandi, stafað'i af pólitískum ástæðum, en ekki að heimildum réttar og laga. 5. Dansk-íslenzka nefndin 1908 Nefndin hélt 9 sameiginlega fundi, frá febrúar til maí. Islenzku nefndarmennirnir, þar á meðal ráðherra Islands, Hannes Hafstein, lög'ðu fram sameiginlegt álit, er grein gjörði fyrir verkefni nefndar- innar rökstutt á þessa leið:1) Sú ósk, sem borin hefir verið fram af íslands hálfu, um skipun þessarar nefndar til að semja ný lög, er ákveði stjórnskipulega stöðu Islands gagnvart Danmörku, er samþvkt verði bæði af Alþingi og Ríkisþingi og komi í staðinn fyrir lögin frá 2. janúar 1871, er sprottin af þeirri skoðun að liið danska löggjafarvald hefir ekki, í eigin umboði- myndugleika til að gefa út lög fyrir Island, og lögin frá 2. janúar 1871 ráða því ekki til lykta deilunni um ríkisréttar- stöðu þess, né eru bindandi fyrir það, eftir því sem réttarstaða þess við afnám einveldisins, er tiltekin, í sjálfum þessum nýnefndu lögum. Skoðun þessi styðst við þá fullvissu, að íslenzka þjóðin hafi aldrei gefið upp sjálfstæð'i sitt, fyrir nokkurri þjóð, sem hún að allra dómi átti sem þjóðveldi um margar aldir. Þótt Island gæfi upp þjóðveldið og yrði kon- ungsríki, er það gjörðist þegnskylt hinum norska konungi Hákoni Há- konarsvni, með samningum 1262 (Gamla Sáttmála), kom það ekki til mála- að með því væri það lagt undir ríki Noregs eða innlimað í það. Þvert á móti áskildi Island sér frjálst stjórnskipulag, íslenzk lög og landsstjórn, batt þegnskvlduloforð sitt við konung ákveðnum skilyrðum fyrir því að þegnskyldan liéldist, Eftir það var sú krafa um hin gömlu stjórnskipulagsréttindi ávalt endurtekin við hyllingu konunga á Islandi, og eins eftir það að Island, með Ólafi konungi Hákonarsyni, var gengið í samskonar samband við Danmörku eins og Noreg. Alla hina dönsku konunga hylti ísland sérstaklega á Alþingi, — þannig Friðrik 3. árið 1649. Þá var einnig erfðahyllingin til einveldisins, sem annars er ýmis- legt að athuga við, hvað Islendinga snertir, framkvæmd árið 1662, fyrir Island xit af fyrir sig, á líkan hátt og fyrir hið norska ríki- þar sem gefin voru upp fvrir konungi þau fríðindi, sem gátu “virzt vera í mótsögn við jura majestatis og með sanngirni gátu talist að vera í mótsögn við erfðarétt, fullveldi eða einveldisstjórn. ” Þegar því einveldið komst á, breyttist réttarstaðan aðeins gagnvart konungsvaldinu, en alls ekki gagnvart öðrum löndum konungs. Annað mál var, að smám saman, eftir því sem einveldið styrktist, var stjórnar- fari Danmerkur, Noregs og' íslands blandað saman á óreglubundinn hátt, svo að mál íslands og mál hinna landanna voru oft tekin fyrir í l)Betænkning afgiven af den dansk-islandske Kommission af 1907, Kjöbenhavn 1908, bls. 25. (eftirleiðis auðkend með “Betænkning.”).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.