Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Side 45
Þjóðréttarstaða íslands
27
einu lagi, en hvert þessara landa’ Danmörk, Noregur og Island, liafði
þó sérstaka löggjöf, og “land konungsins, Island” er í lagamálinu nefnt
við hliðina á liinu danska og norska ríki', en ekki sem eign eða hluti
annarshvors. þeirra.
Því er vissulega ekki hægt að neita, að ísland liefir á ýmsum tímum
sætt misjafnri meðferð og verið nefnt ýmsum nöfnum, stundum jafnvel
nýlenda, hérað, landsliluti, eða hjálenda o. s. frv., og þótt nokkuð' drægi
úr sjálfstæðisvörn þess, og réttindum þess væri haldið slælegar franr
vegna fátæktar og niðurlægingar, sem að nokkru leyti orsökuðust af
hörmulegri óstjórn og óheppilegum ráðstöfunum, þá vita menn þó eltki
til þess, að íslenzka þjóðin gæfi nokkru sinni samþykki sitt til neins,
sem réttilega útlagt gæti skoðast sem uppgjöf á sjálfstæði hennar gagn-
vart öðrum þjóðum, heldur þvert á móti, liefir hún gegnum allan mót-
gang og raunir aldanna, haldið sínu sérkennilega þjóðerni, sinni gömlu
tungu og meðvitundinni um fullrétti, frelsi og sjálfstæði. Það er engum
vafa bundið að réttindi einnar þjóðar gagnvart annari brigðast ekki við
það að stjórnarskrifstofur rugla málum þeirra í meðferðinni, sitt á
hvað, eftir því sem þeim gott þyikir.
Það virðist líka vera ljóst, að íslenzka þjóðin gat ekki giatað rétt-
indum sínum eða orðið annari þjóð háð eingöngu vegna afnáms einveld-
isins. Með upptöku einveldisstjórnarinnar var konungsvaldinu enginn
réttur gefinn til að láta af liendi réttindi landsins til neins annars valds;
menn vita heldur ekki til þess, að konungur hafi sagt neitt eða gefið í
skyn neina löngun í þá átt.
Með því að' svo er, má það virðast harla einkennilegt, að sú kenning
skyldi koma upp, að liið danska löggjafarvald, við afnám einveldisins
°g upptöku þingræðisins, skyldi eignast beinan umráðarétt yfir málefn-
um íslands, og jafnvel taka einliliða ákvarðanir um þýðingarmestu rétt-
iixdi landsins, án samþykkis þess. Það ber líka að viðurkenna og virða'
að úr þessari kenningu hefir verið dregið' og jafnvel vikið frá henni,
t. d. með .skipun þessarar nefndar og ákvörðunum á tilgangi liennar.
Þann 16. marz lögðu íslenzku nefndarmennirnir fram frumvarp
■sitt til gagnkvæmra laga, er skjddu verða samþykt bæði af íslenzka og
danska löggjafarvaldinu. Þessi lög áttu að hefjst með yfirlýsingu um
stöðu Islands. Samkvæmt þeim skyldi Island teljast frjálst og sjálf-
stætt land, er eig'i verður af hendi látið, sameinað Danmörku undir
einum og sama konungi, og liafa með konungi yfirráð yfir öllum sínum
málefnum. Þó skyldu nokkur þeirra lögð í hendur liins danska ríkis-
valds til meðferðar fyrir Islands hönd. Við þetta bæri að bæta ákvörð-
unum, að nafn íslands yrði tekið upp í heiti konungs.1)
Þann 27. marz lögðu dönsku nefndarmennirnir fram frumvarp til
•sambandslaga, þess efnis, að Island skyldi vera “frjálst land, er eigi
verður af liendi látið, með sérstökum landsréttindum, innan danska
l)Bettenkning, bls, 135.