Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Blaðsíða 64
46
Tímarit Þjóðrœlmisfélags Islendinga
í stað, verður þá svo mikil, að ekki
er um annað liugsað í syipinn. Ein-
falt, en jafnframt stórfenglegt
dæmi um slík kapplilaup um flotið,
var gullæðið í Californíu og í Al-
aska. Auðvitað er ekki um neitt
'þvílíkt að ræða á íslandi, en þó
verður töluvert vart þeirrar til-
hneigingar við að sækja úr einum
stað í annan og jafnvel úr einum
landshluta í annan, og vera nokkr-
ar vikur eða mánuði í hverjum
stað. Þetta stafar af beinni fjár-
hagslegri þörf, og er ekkert við því
að segja, meðan ástæður eru þann-
ig. En verði slíkt óróalíf alment,
er um leið horfin sú festa, sem
skapaðist við reglubundið atvinnu-
líf sveitanna í gamla daga, og'
veitti skilyrði til ástundunar
fræðslu og menta. Br, frá mínu
sjónarmiði séð, mikil hætta á því,
að ringulreið' atvinnulífsins valdi
kæruleysi um andleg verðmæti —
flotið taki hug manna allan.
Jafnvel þó að ekkert væri gjört
af hálfu ])jóðarheiidarinnar eða
stjórnarvaldanna til þess að af-
stýra þeim hættum, sem fram und-
an eru, mundu ávalt margir ein-
staklingar hefja sig upp yfir þær
eða sneiða hjá þeim. Þeir mundu
þá verða einskonar andleg'ur aðall,
sem legði stund á hina hærri menn-
ing og mentun, en allur fjöldinn
mundi láta berast fyrir straumi og
vindi og hrifsa til sín það, sem að
honum yrði rétt á krossgötunum,
án þess að hugsa til þess, hvað
mundi gjöra-st, áður morgnaði.
Þessi mismunur mentamanna og
alþýðu er sú bölvun, sem fram að
þessu hefir hnekt framför flestra
þjóða, annara en Islendinga. A
þeirri stundu, sem þjóðin glæpist
á því að ætla f jöldanum flotið eitt,
en fáeinum útvöldum djásn fag'-
urra lista og fræðilegra bókmenta,
hefir hún ha.fnað morgni liins nýja
árs og valið ærzlin af völdum álf-
anna. Um leið og íslenzk menning
hættir að vera þjóðmenning', hætt-
ir hún bæði að vera íslenzk og að
vera menning.
4. Úrrœði og umbætur.
Þeir menn eru til, sem í grunn-
fæmi sinni halda því fram, að ís-
land “fljóti að feigðarósi,” eins
og skáldið komst eitt sinn að orði.
En jafnvel þó að svo væri, yrði
ekki hægt að segja um íslenzku
þjóðina í dag, að liún flyti “sof-
andi” að feigðarósi. Það má líta
misjöfnum augum á margt, sem
fram fer á íslandi, en um það verð'-
ur varla deilt, að íslenzka þjóðin
hefir hug á að bjarga sér sem bezt
gegnir. Ókunnugur maður, sem
færi til ísland's, mundi að líkindum
verða var við all-snarpar deilur og
ómjúkar orðasennur. En séu mál-
in skoðuð ofan í kjölinn af góð-
girni, mun það koma í ljós, að bar-
áttan stendur fyrst og fremst um
tvent. Annað er það, hvernig
varðveita skuli frelsi og sjálfstæði
þjóðarinnar. Það er ífáum orðum
sagt baráttan fyrir tilverunni. Hitt
atriðið er viðhald íslenzkrar menn-
ingar með tækjum hins nýja tíma
og við hans aðstæður. Yil eg nú
skýra frá nokkru því, sem gjört er
til þess að sporna við þeim liætt-
um, er eg hefi nefnt, og' efla menn-
ingarlíf landsins við hin nvju skil-
yrði.
Hér að framan hefir verið talað
um flutning fólks úr sveitum, og
þar af leiðandi hnignun í félags-