Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Side 65
47
ísland á krossgötum
lífi sveitanna. Til að stemma stign
við slíku, þarf a.ð gjöra hvort-
tveggja í senn, að bæta lífsskilyrði
sveitanna og að koma fótum undir
góðar mentastofnanir í sveit.
Margt bendir til þess, að íslenzkir
bændur þurfi að breyta um búnað-
arháttu frá því, sem verið hefir frá
alda öðli. Sú skoðun er t. d. mjög
að ryðja sér til rúms, að rányrkja
sé lögð niður, en í þess stað búið á
ræktuðu landi, svo mjög sem unt
er. Samfara því verður að öllum
líkindum myndun sveitaþorpa, þar
sem margir bændur nota stærstu
og dýrustu, jarðyrkjuverkfærin í
'samlögum. Á síðustu árum hefir
ennfremur aukist áliugi bænda á
því að liafa meiri fjölbreytni í
framleiðslu sinni en verið liefir.
Má þar til nefna refa- og loðdýra-
rækt, ræktun karakúl-fjár (vegna
lambskinnanna), svínarækt, korn-
rækt, sem sýnist ætla. að gefast vel.
Þá hafa og verið stofnuð mjólkur-
ðú, sem framleiða oista og smjör í
stærri stíl en heimilin gátu gjört.
Af hálfu ríkisheildarinnar hafa
ýmsar ráðstafanir verið gjörðar
til þess að bæta eða tryggja lífs-
kjör sveitafólksins, t. d. sérstök
fjármálastofnun sett á laggirnar,
—Búnaðarbankinn; kreppuléna-
sjóður myndaður til að spoma við
því að skuldugir bændur flosnuðu
upp af jörðum sínum, auknar sam-
göngur á landi, styrkir og hag-
kvæmur stuðningur veittur til ný-
býla og nýs landnáms, einkasala á
tilbúnum áburði, og sitt hvað
fleira. Þetta miðar að bættum
að.stæðum við atvinnuvegina
sjálfa. — Til uppbyggingar sveit-
anna hafa og verið reistir skólar,
sem allir eru um leið nokkurs kon-
ar menningarmiðstöðvar stórra
héraða, Á hverju ári fara fram í
flestum þeirra mót og mannfundir,
sem draga fólk að í stórliópum.
Álþýðuskólarnir eru þessir helztu:
Laugavatn, Haukadalur (íþrótta-
skóli), Eiðar, Laugar í Þingeyjar-
sýslu, Reykir í Hrútalfirði, Núpur í
Dýrafirði, Reykjanes í Barða-
strandasýslu (unglingaskóli) og
Reykliolt. Búnaðarskólar eru að
Hólum og Hvanneyri. 1 öllum
þessum skólum er lögð áherzla á
líkamsmentun og' íþróttir, svo sem
sund, glímu, etc., og' verklegt nám
samhliða bóknáminu. Sama má
segja um kvennaskólana að Iiall-
ormsstað og Staðastað, sem báðir
eru sveitaskólar. Allir þessir skól-
ar koma í veg fyrir það, að kaup-
staðirnir sogi til sín flest það, sem
stuðlar að mentalífi landsins. — í
sumum helztu kaupstöðunum liafa
líka verið stofnaðir skólar, sem
ætlað er að skapa festu í mentalífi
alþýðunnar við sjóinn. Gagnfræða-
skólar eru nú orðnir í þessum stöð-
um: Reykjavík (tveir, auk neðri
deildar mentaskólans), Hafnar-
firði, Vestmannaey j um, Nesi í
Norðfirði, Akureyri (auk menta-
skólans) Siglufirði og ísafirði.
Fyrir utan þessa skóla eru kvenna-
iskólar á Blönduósi og í Reykjavík,
og loks allmargir sérskólar fyrir
sjómensku og iðnað. — Almennir
ung'lingaskólar eru studdir af því
opinbera. Tilgangur gagnfræða-
skólanna er að kenna gagnleg
fræði fyrir daglegt líf, vekja og
varðveita mentaþrá nnga fólksins
í sjóþorpunum.
Eg gat þess áður, að hin nýja
menning yrði frekar félagsmenn-
ing en lieimilismenning í fonmm