Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Page 76
58
Tímarit Þjóðrœknisfélags Islendinga
anna er því nær ávalt sýslan, sveit-
in með kaupstaðnum á Húsavík,
eða Akureyri, kannske Siglufirði.
Innan þessa sviðs sér Guðmundur
alla liluti í skörpu ljósi, utan þess
vilja honum verða sjónhverfingar
um menn og málefni. Hann skilur
hverjum manni betur sveitabónd-
ann frá sjónarmiði bóndans sjálfs.
Og' liann ann viðlialdsdygðum
bóndans: glöggskygni á veður og
náttúrufyrirbrigði, fastheldni við
góða og’ gamla siði, sparsemi í mat,
drykk og klæðaburði, liagsýni í
klæðnaði og verkum, þolni og
seiglu við verk og í stórviðrum,
staðfestu og’ óbifanleik fyrir vind-
um tízkunnar.
I mörgum sögum Guðmundar
sjáum vér þessa bændur andspæn-
is nýjum mönnum, sem ganga yfir
sveitina eins og' gráir kettir. Þess
háttar menn eru búfræðingar, sem
ekki kunna að búa, kennarar, sem
eklri kunna fótum sínum forráð,
braskarar, sem féfletta fáfróða
lítilmagna, þingmenn, sem boða
sjálfstæði, en fleyta sér á þing með
atkvæðamagni þeirra manna, er
sízt hafa þá gáfu til brunns að bera.
Vér sjáum bænduma þybbast við
nýjum straumum af óhollri kaup-
staðar-“menningu,” standa gegn
óþarfa eyðslu ungmennafélags-
manna, ýfast við aðflutningsbanni
á áfengi, hneykslast á rúmgóðu
þjóðkirkjunni, mannúð yfirvald-
anna í garð glæpamanna, og hrista
höfuðið yfir guðspeki og’ andatrú
prestanna, sem ættu að boða lög-
mál meistara Jóns þverbrotnum
lýð lögkrókamanna og þjófa í stað
hinnar almennilegu fyrirgefning-
ar-sætsúpu, sem þeir hafa sífelt á
reiðum höndum. Þessir bændur
skoða ættarnöfn og kynferðissjúk-
dóma sem tvo ávexti á hinu rotna
tré erlendu 1‘ menningarinnar. ’ ’
Þeir ygla sig gegn blaðamensku-
bófunum og banda höndum gegn
jafnaðarmönnum, að maður nefni
nú ekki kommúnismann, hinn nýja
hnefarétt verkamannanna í bæjun-
um á hinum síðustu og verstu tím-
um.
Ennfremur sjáum vér á stund-
um bændur og liúsfreyjur, beygð
af elli og vinnu, gagnvart börnum
sínum, sem stíga létt á leiði feðr-
anna og eiga það til að gjörast
iilaupaklaufir á mentabrautinni,
sem þá kann að liggja norður og
niður fyrir allar hellur. Þetta má
þó ekki skilja svo, að skúldið láti
æskuna aldrei njóta sannmælis,
menn lesi t. d. “Aldurtila Arn-
alds” í síðasta sögusafni lians
(1934).
Þótt Guðmundur skrifi marg’t af
snjöl'lu viti og beiskum sannleik
um bænda- og’ kaupstaðar-menn-
ingarnar, þá tekst lionum sjaldan
bezt í sögum, þar sem þessar and-
stæður eru innviðir byggingarinn-
ar. Prédikunin vill bera listina
ofurliði, og Guðmundur er ekki sá
meistari í sag’nag'jörð, að honum
takist ávalt upp, liversu þverbrot-
ið sem efnið kann að vera. Eins og
sjá má af fyrstu sögunni í Eini,
“Skókreppu” liætti honum frá
öndverðu við því að hrófa sögun-
um alt of lauslega upp úr mörgum
þáttum; liefir mér stundum dottið
í hug, að smásagnaform Turgen-
jevs hafi haft einhver áhrif á hann
í þá átt. 1 þessu lausa formi vilja
andstæðurnar verða enn óstýrilát-
ari en ella, Stundum verða úr sög-
unni þjóðlifslýsingar þræddar upp