Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Síða 88
70
Tímarit Þjóðrœlcnisfélags íslendinga
Því sendi liann henni ekki fargjald
til Ameríku ? Það hefði máske
bjargað lífi hennar og drengsins.
Hann átti ekki einu sinni mynd af
þessum syni og alnafna, sem fædd-
ist sjö mánuðum eftir að hann fór
að heiman. — Vildi að hann gæti
trúað því til fulls, að til væru óum-
flýjanleg' örlög.
Hann stanzaði augnablik, og leit
inn til þorpsins, kom auga á Vik-
nesshúsið, undraði sig yfir hvað
lág-kúrulegt það var. — Einhver á
skipinu sag'ði að Vikness læg'i fyr-
ir dauðanum. — Eu hvað hann
mundi vel eftir því, að þau Lína
gengu oft hljóðlega fram og til
baka, á götunni fyrir framan hús-
ið, og hlustuðu á frú Vikness spila
á píanóið — fyrsta liljóðfærið af
því tæi, á Stafnfirði. — Lína hafði
þá sagt: ‘ ‘ Iíeldurðu að til sé jafn
fínt hús nokkursstaðar ?”
Nú var hann í áfangastað. —
Ólafsbúð ein eftir. Öll hin kotin
jöfnuð við jörðu. Leit út fyrir að
hér ætti að fara að byggja stór-
liýsi. Gríðar haugur af möl, og liár
timbur stafli. Skyldi nokkur búa
hérna? Þarna stóð einhver ná-
ung'i og tók í nefið. — Góðan dag-
inn!
Góðan daginn, endurtók maður-
inn, og' stakk pontunni í vasann.
Hvað heitið þér, með leyfi að
spyrja?
Eymundur Eymundsson.
Þér munuð vera farþegi á
“Goða.”
Já.
Hvaðan komið þér ?
Frá Ameríku.
Frá Ameríku! — þá held eg
maður hætti að þéra yður. Maður
veit hvað blessuðum landanum
kemur. Hvert ertu að fara?
Til — til Reykjavíkur.
Til Reykjavíkur! Mér þykir þú
legg'ja krók á hala þinn, og seilast
lang't til lokunnar. Fórstu “fossa”
vilt í Leith?
Býr nokkur liér í búðinni ?
Nei, það á að rífa 'ana um næstu
helgi. F é 1 a g i ð Stafnfirðingur
keypti þessa spildu. — Ætlar að
setja hér upp síldarbræðslustöð.
Víðar framfarir en í henni Ame-
ríku.
Mætti eg líta inn?
Býzt við þú megir það. Annars
ekki mikið að sjá. Sem betur fer,
eru nú þessi gömlu greni að detta
úr sögunni. En þú hefir nú sjálf-
sagt aldrei séð sjóbúð, landi góð-
ur, fyrst þú ert úr höfuðborginni.
Eymundur hélt þegjandi til búð-
ar.
Ein béuð lýgin, að allir landar
að Vestan séu skrafhreifnir og
artilegir. — Þessi liefir nú reg'lu-
lega ‘ ‘ embættis-mínu. ’ ’
Hurðin var skekkt, féll illa að
stöfum — slitið hálf-hring af g'ólf-
inu innan við þröskuldinn. Já,
það var oft erfitt að loka henni, í
vætutíð. Og’ þetta var nú stofan
þeirra: tvö stafngólf — venjuleg
baðstofubreidd. Hann hafði mál-
að veggina ljósg'ræna — nú voru
þeir svað-brúnir. Eldhúsið til
vinstri, en nú var ekki borð með
dúk, undir glugganum. Rimlarnir
í diskagrindinni brotnir, og eld-
stóin farin. Nei! þarna var þá
ug'lan, sem hann hafði telgt, og'
tieglt bak við hurðina. — Glugga-
kistan, þar sem Lína setti lamp-
ann til að lýsa honum heim.
Hann gekk aftur yfir í stofuna,