Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Qupperneq 95
Slysið og mannskaðinn í fí rákarsundi 1872
77
Björn var stundum formað'ur fyrir
Jón á vorvertíðinni, á sex manna
fari, en eg oft sjómaður þar og
réri ýmist lijá Jóni eða Birni, en
Runólfur gamall góðkunningi
þeirra lijóna. Þá nm kvöldið, þeg-
ar við vorum komnir þangað heim,
var Runólfur töluvert kendur, en
hann var altaf sama góðmennið,
þó liann væri kendur, en lieldur
örari í samræðum. Björn var líka
eitthvað örari en hann var vanur,
því honum þótti gott vín, en hann
passaði að drekka aldrei svo mikið
að það sæist neitt á honum, nema
hvað hann varð eitthvað örari í
samræðum. Hann var að upplagi
vel greindur maður. Þau voru þar
uppi líka hjá okkur, hjónin Jón og
Grunnhildur. Hún var bráðgreind
kona. IJún dró sig ætíð þangað
sem greindir menn töluðu og lagði
þá orð í belg, og svo var í þetta
sinn. Jón var líka allvel greindur,
en örari að láta skoðanir sínar í
1 jósi, ef hann liafði bragðað vín.
Runólfur hafði fulla flösku með
sér, til að bleyta varirnar á þeim,
þe gar það var að tala. Þetta var
alt eldra fólk en eg, sem eg áleit
langt fyrir ofan mig að viti og
Rfsreynslu og þagði því, til að
hlusta á það, sem talað var. Ræður
þess snei*ust rétt strax inn á and-
fega lífið. Allir létu sínar skoðan-
lr í Ijósi á því, alveg eins þó þær
v®ru ekki samróma við trúarlær-
Jómana eða kenningu kirkjunnar.
Bau vissu að þau voni stödd hér
a meðal vina, sem ekki mundu bera
það út, þó samtal þeirra stemdi
ekki við kenningar Biblíunnar.
Bau vissu það öll, að ef einhver
1 ljósi aðra skoðun opinberlega
eu kirkjan kendi, þá var hann álit-
inn, á þeim tíma, guðleysingi, en
það vildi enginn vera, því það
spilti líka fyrir þeim í veraldlegu
tilliti, með því að kirkjan og henn-
ar ströngustu fylgjendur fóru þá
að hafa liorn í síðu þess manns, þó
liann kæmi vel fram í öllum ver-
aldlegum málum.
Þetta kvöld segir Runólfur:
“Elg' veit það vel, að þegar eg var
ungur gjörði eg mörg' strákapör,
sem eg liefði ekki átt að gjöra, ekki
beint að eg gjörði þau af illmensku,
heldur til að láta hlæja að þeim og
lífga upp liópinn í kringum mig,
án þess að eg gjörði mér nokkra
liugmynd um hvort eg væri að
gjöra rétt eða rangt. Eftir að eg
eltist meira fór eg' að lesa meira í
Biblíunni og eg fann að hún g'jörði
mig lítið að betri manni, því eg
skildi ekki sumt í henni og trúði
ekki sumu. Eg setti mér það
mark, þar eg vissi ekki það rétta,
að reyna að g'jöra sem bezt og' rétt-
ast í stöðu minni í þessu lífi, og
gjörði mér þá trú, að Guð mundi
vera svo réttlátur, að liann borgaði
hverjum eftir gjörðum hans í þessu
lífi, en ekki beint eftir trúarskoð-
un hans; lét eg mig' svo berast á-
fram með sama. trúarstraum, er eg
var alinn upp við en geymdi mína
trúarskoðun í brjósti mínu, og mér
finst að eg muni fara rólegur burt
þegar að kallið kemur.” Þegar
hann þagnaði, segir Gunnhildur:
“Eg' býst við að það sé fleiri en þú
með líkri trúarskoðun.” Bjöm
segir:(‘ Eg held að maður viti ekki
með vissu hvernig þetta eilífa líf
er.” Þá segir Runólfur: “Jæja,
vinir mínir, við skulum láta þetta
samtal mitt detta liér niður, því
ekki vildi eg verða til þess að særa