Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Blaðsíða 97
Slysið og mannskaðinn í Brákarsundi 1872
79
sér aÖ bíða eftir flóðinu í skjóli
undir Brákarey, halda að það sé
betra að bíða þar eftir flóðinu.”
Þá segir Björn: “Mér er illa við
að fara þangað, eg kann ekki við
að slíta samfylgdina, svo eg held
að við verðum að hleypa þangað
líka.” En þá var rokið orðið svo
Tnikið að við sigldum bara á möstr-
unum, því það var undanhald, og
svo var svo misvinda undir Hafn-
arfjalli að í rokunum skóf sjóinn
eins og lausamjöll á landi. Þegar
við komum undir Brákarey voru
þeir komnir þar að, lágu þar í
skjóli. Það fyrsta sem Björn tal-
aði við þá, var að liann spyr þá því
þeir hafi gjört þetta, að hleypa
vestur yfir í þessari vindstöðu.
Þó segir Jón Jónasson vinnumað-
Ur hans, er var formaður á sex
fflanna farinu, að þeir hefðu gjört
það til að liafa meira logn hér á
Bieðan þeir biðu eftir flóðinu. Þá
segir Björn, heldur þurlega: “Það
ei' nóg logn undir Seleyri til að
bíða, og maður er miklu betur
staddur þar í svona vindstöðu, en
svo er það annað, að Brákarsund
getur orðið nokkuð vont í svona
vmdstöðu og stórstreymi, en af
Því að eg kunni ekki við að slíta
samfylgdina hleypti eg liingað
líka.” Þá segir Runólfur: “Eg
yeit ekki af hverju að eg gjörði það
UÓ elta hina en ekki þig, eg hefði
þó átt að vita það, að mér hefði
verið óhætt að elta þig, en af því
(‘S var ókunnugur austurleiðinni,
mnst mér eins og sjálfsagt að fara
undir Brákarey. ’ ’
Rétt eftir að við vorum komnir
þangað fór að koma á lemjandi
ligning með rokinu, en bæði við og
‘ biflioltsskipiö höfðum gömul segl
til að breiða yfir það, sem ekki
mátti vökna. Rigningin hélzt ekki
lengi, en nógu lengi til þess að við
urðum allir gegnvotir, svo það fór
að koma kuldahrollur í menn, því
allir voru verjulausir fyrir henni.
Þá fóru sumir á skipunum að leita
hjá sér að dropa til að hlýja sér
við. Þá segir Björn: “Við meg-
um nú ekki gjöra mikið að þessu,
því við þurfum á öllu okkar að
lialda til að komast í gegnum
Brákaráund, því það var komin
stór röst yfir sundið, þar sem
mættust vindurinn og aðfalls-
sraumurinn, sem liækkaði eftir því
sem féll meir að.
Við höfðum á okkar skipi stóran
borðabunka, sem lá fram af söx-
unum og aftur að frammastri, sem
var bundinn saman. Björn sagði
okkur Þorbergi að taka kaðal, sem
liann hafði keypt og binda bunk-
ann undir stefni skipsins, svo hann
gæti ekki lvfst upp, svo við settum
þrjú brögð yfir liann og undir
stefnið og hertum það eins og við
liöfðum krafta til; síðan strengd-
um við endana aftur í framþóftu,
svo alt sæti fast. Nú var farið að
flæða mikið og’ alt af var röstin að
liækka og’ stækka, eftir því sem féll
meira að og rokið ekkert að lægja.
Formennirnir voru altaf að gá að
henni, því við sáum ekkert til
hennar þaðan sem við lágum. Jón
frá Brennistöðum segir: “Eg
ætla að fara í land og setja. upp
farið, því röstin er orðin svo vond
að mitt far ber hana ekki af, að
minsta kosti ætla eg ekki að eiga
það á liættu. Eg á ekki svo langt
lieim, að eg vil heldur fara á næsta
flóði að sækja það, heldur en eiga
nolíkuð á hættu; og hann fór í land.