Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Side 108
90
Tímarit Þjóðrœknisfélags Islendinga
samlegt fyrir þjóðfélagið.”
Hefir þá verið lýst í megindrátt-
um tildrögunnm að stofnun Há-
skóla Islands ásamt stofnun hans,
og á nú við, að líta nokkui-u nánar
á fyrirkomulag lians og starfsemi
á liðnum aldarf jórðungi.
II.
Háskóli íslands var upprunalega
ekki annað eða meira lieldur en
samsteypa embættismannaskól-
anna þriggja, prestaskólans,
læknaskólans og lagaskólans, að
viðbættri heimspekisdeild, er
kenna skyldi sögu Islands, íslenzk-
ar bókmentir, íslenzka tungu og al-
menna heimspeki. Ilófst kenslan í
öllum deildum þegar liaustið 1911.
Síðan háskólinn var stofnaður hef-
ir lítil breyting orðið á starfssviði
hans. Elinum kennara hefir verið
bætt við í íslenzkum fræðum og
tveim í læknisfræði. Um skeið
voru einnig kennarastólar í klass-
iskum fræðum og liagnýtri sálar-
fræði, en þeir voru báðir lagðir
niður. Kensla í bókfærslu liefir
farið fram undir umsjón lagadeild-
ar og- í lyfjafræði innan lækna-
deildar. Enska, frakkneska, þýzka
og sænska eru nú einnig kendar í
háskólanum, og fyrirlestrar flutt-
ir um erlendar bókmentir. Margar
tillögur hafa komið fram um fjölg-
un fræðigreina í háskólanum, en
þær liafa fram að þessu strandað á
f járskorti. Nú standa þó fyrir dyr-
um allmiklar breytingar í fjöl-
breytnisáttina, og drjúgum til
bóta, þar sem er stofnun atvinnu-
deildar þeirrar, sem síðar verður
getið.
Háskóli Islands hefir því fram á
þennan dag verið harla fámenn
stofnun að kennaraliði, og fræði-
greinar þar æði fábreyttar. Fastir
kennarar hans voru þegar í byrj-
un 11 talsins, 7 aukakennarar, og
tveir prívatdóeentar. Nú, sam-
kvæmt Arbólc háskólans fyrir
1934-35, eru aðalkennarar 14 tals-
ins en aukakennarar 12. En höfða-
talan er ekki fyrir öllu, á þessu
sviði fremur en annarsstaðar, og
Háskóli Islands hefir frá upphafi
vega sinna átt miklu kennaraláni
að fagna.
Fyrsta kennaralið hans var
skipað þessum mönnum; í laga-
deild — prófessorarnir Lárus H.
Bjarnason, Einar Arnórsson og
Jón Kristjánsson; í læknadeild —
prófessorarnir Guðmundur Magn-
ússon og Guðmundur Hannesson;
í lieimspekideild — prófessorarnir
dr. B. M. Ólsen í íslenzkum fræð-
um og dr. Ágúst H. Bjarnason í
lieimspeki; í guðfræðadeild pró-
fessorarnir Jón Helgason og Har-
aldur Níelsson, og Sigurður P.
Sívertsen dócent. Fyrstu deildar-
forsetar voru þeir prófessorarnir
Láru.s H. Bjarnason, Guðmundur
Magnússon, Ágúst H. Bjarnason
og' Jón Helgason, og skipuðu þeir,
ásamt rektor B. M. Ólsen, fyrsta
háskólaráðið. Er auðsætt, að í
kennaraliði þessu var rúm livert
vel mannað, og hefir svo haldist
jafnan síðan.
Af öðrum mætum háskólakenn-
urum og þjóðkunnum, sem látnir
eru eða horfnir frá skólanum,
skulu þessir nefndir: Bjarni Jóns-
son frá Vogi, dr. Guðmundur
Finnbogason landsbókavörður, dr.
Páll Eggert Ólason sagnfræðingur,
dr. Jón J. Aðils sagnfræðingur, og
Magnús Jónsson lagaprófessor.