Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Page 108

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Page 108
90 Tímarit Þjóðrœknisfélags Islendinga samlegt fyrir þjóðfélagið.” Hefir þá verið lýst í megindrátt- um tildrögunnm að stofnun Há- skóla Islands ásamt stofnun hans, og á nú við, að líta nokkui-u nánar á fyrirkomulag lians og starfsemi á liðnum aldarf jórðungi. II. Háskóli íslands var upprunalega ekki annað eða meira lieldur en samsteypa embættismannaskól- anna þriggja, prestaskólans, læknaskólans og lagaskólans, að viðbættri heimspekisdeild, er kenna skyldi sögu Islands, íslenzk- ar bókmentir, íslenzka tungu og al- menna heimspeki. Ilófst kenslan í öllum deildum þegar liaustið 1911. Síðan háskólinn var stofnaður hef- ir lítil breyting orðið á starfssviði hans. Elinum kennara hefir verið bætt við í íslenzkum fræðum og tveim í læknisfræði. Um skeið voru einnig kennarastólar í klass- iskum fræðum og liagnýtri sálar- fræði, en þeir voru báðir lagðir niður. Kensla í bókfærslu liefir farið fram undir umsjón lagadeild- ar og- í lyfjafræði innan lækna- deildar. Enska, frakkneska, þýzka og sænska eru nú einnig kendar í háskólanum, og fyrirlestrar flutt- ir um erlendar bókmentir. Margar tillögur hafa komið fram um fjölg- un fræðigreina í háskólanum, en þær liafa fram að þessu strandað á f járskorti. Nú standa þó fyrir dyr- um allmiklar breytingar í fjöl- breytnisáttina, og drjúgum til bóta, þar sem er stofnun atvinnu- deildar þeirrar, sem síðar verður getið. Háskóli Islands hefir því fram á þennan dag verið harla fámenn stofnun að kennaraliði, og fræði- greinar þar æði fábreyttar. Fastir kennarar hans voru þegar í byrj- un 11 talsins, 7 aukakennarar, og tveir prívatdóeentar. Nú, sam- kvæmt Arbólc háskólans fyrir 1934-35, eru aðalkennarar 14 tals- ins en aukakennarar 12. En höfða- talan er ekki fyrir öllu, á þessu sviði fremur en annarsstaðar, og Háskóli Islands hefir frá upphafi vega sinna átt miklu kennaraláni að fagna. Fyrsta kennaralið hans var skipað þessum mönnum; í laga- deild — prófessorarnir Lárus H. Bjarnason, Einar Arnórsson og Jón Kristjánsson; í læknadeild — prófessorarnir Guðmundur Magn- ússon og Guðmundur Hannesson; í lieimspekideild — prófessorarnir dr. B. M. Ólsen í íslenzkum fræð- um og dr. Ágúst H. Bjarnason í lieimspeki; í guðfræðadeild pró- fessorarnir Jón Helgason og Har- aldur Níelsson, og Sigurður P. Sívertsen dócent. Fyrstu deildar- forsetar voru þeir prófessorarnir Láru.s H. Bjarnason, Guðmundur Magnússon, Ágúst H. Bjarnason og' Jón Helgason, og skipuðu þeir, ásamt rektor B. M. Ólsen, fyrsta háskólaráðið. Er auðsætt, að í kennaraliði þessu var rúm livert vel mannað, og hefir svo haldist jafnan síðan. Af öðrum mætum háskólakenn- urum og þjóðkunnum, sem látnir eru eða horfnir frá skólanum, skulu þessir nefndir: Bjarni Jóns- son frá Vogi, dr. Guðmundur Finnbogason landsbókavörður, dr. Páll Eggert Ólason sagnfræðingur, dr. Jón J. Aðils sagnfræðingur, og Magnús Jónsson lagaprófessor.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.