Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Page 112
94
Tímarit Þjóðrœknisfélags íslendinga
varð þó af framkvæmdum fyr en
allmörgum árum seinna. Yar dr.
Alexander Jóhannesson einn af
forgöngumönnum málsins, en stú-
dentaráðið tók að sér framkvæmd-
ir í því fyrir atbeina Lúðvígs Guð-
mundssonar, nú skólastjóra á ísa-
firði, er vann ötullegast að fjár-
söfnun og framgangi málsins í
heild sinni.
Fyrir aðgjörðir hans, og margra
annara, sem liér hafa lagt drengi-
lega liönd að verki, er nú búið að
reisa myndarlegan stúdentagarð,
og er það hið mesta framfaraspor.
“Þar fá um 40 -stúdentar mjög ó-
dýra vist í prýðileg’um húsakynn-
um, með stóran lestrarsal, íþrótta-
herbergi, lieit og köld böð. Þar
verður sameiginlegt mötuneyti og
má gjöra ráð fyrir því, að félagslíf
stúdenta muni eflast og taka
stakkaskiftum.’’ (Dr. Alexander
Jóhannesson, Lögrétta, XXIX,
1934, 3.1, hefti, bls. 51). Sú spá er
þegar farin að rætast, því að svo
segir í skýrslu um störf stúdenta-
ráðsins 1934-1935: “Félagslíf stú-
denta var með bezta móti og olli
því hinn nýreisti bústaður stú-
denta, sem alment er þektur undir
nafninu “Garður.” Er hann þeg-
ar orðinn hin vinsælasta miðstöð
stúdenta, sem hvorutveggja í senn
er þeim ódýrt heimili og heppilegur
samastaður jafnt til starfa og
gleð'skapar. ” (Arbók Háskóla Is-
lands, 1934-1935, p. 59).
Formaður þeirrar stúdenta-
garðsnefndar, er sá um byggingu
garðsins, var Pétur Sigurðsson liá-
skólaritari, en gjaldkeri hennar
Tómas Jónsson borgarritari í
Beykjavík. Fjár til byggingar
garðsins hefir að nokkru leyti ver-
ið aflað með liappdrætti; ríkissjóð-
ur liefir einnig styrkt hann með
fjárframlögum. Þó hefir garðin-
um orðið það hvað drýgst tekju-
lind, að einstakir menn og ýms fé-
lög, t. d. mörg sýslu- og' bæjarfélög
liafa gefið herbergi í hann.
Hagur liáskóla stúdenta hefir
einnig vænkast að því leyti, að
skólinn stendur nú drjúgum betur
að vígi lieldur en fyr á árum, er til
þess kemur, að styrkja efnilega
námsmenn. Þegar háskólinn tók
til starfa, voru ekki nema fáir og
smáir námssjóðir fyrir hendi; en
nú á liann yfir að ráða sjóðum, er
nema samtals 700,000 krónum, auk
Sáttmálasjóðs, sem háskólanum
féll í skaut, þegar reikningsskilin
voru gjörð upp við Dani, og nú er
orðinn yfir 1,300,000 krónur.
Einnig njóta háskólastúdentar
styrks til sérnáms eða framhalds-
náms úr Snorrasjóði, er Norðmenn
gáfu (100,000 krónur), og úr
Kanadasjóði, sem er $25,000 að
stofnfé.
IV.
Háskóla Islands hefir því verið
ábótavant um æði margt á þeim
aldarf jórðungi, sem liðinn er. Hús-
næðisleysi hefir þó einna mest
staðið honum fyrir þrifum. Síðan
hann var stofnaður hefir hann liaft
til umráð'a nokkrar stofur í Alþing-
ishúsinu, en það sambýli hefir ver-
ið báðum aðilum, Alþingi og há-
skólanum, til hinna mestu óþæg-
inda. Kenslustofur liafa verið of
þröngar og óhentugar; einnig hef-
ir skort fyrirlestrasal, vinnustof-
ur og húsrúm fyrir bókasöfn og
önnur söfn háskóladeildanna. Hvað
eftir annað hefir háskólaráðið vak-
ið athygli þings og stjórnar á liús-