Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Blaðsíða 113
Aldarfjórðungsafmæli Háskóla Islands
95
næðisskorti þessarar æðstu menta-
stofnunar þjóðarinnar. En það
var ekki fyr en í embættistíð Jón-
asar Jónssonar fyrverandi kenslu-
málaráðherra, að skriður komst á
bússbyggingarmál li á s k ó 1 a n s.
Hann ritaði háskólaráðinu bréf,
dags. 8. janúar 1929, þar sem hann
telur tíma kominn til þess að lief ja
nauðsynlegt undirbúningsstarf að
byggingu háskólahúss, og gjörði
jafnframt merkilegar og hagkvæm-
ar tillögur í þá átt. Háskólaráðið
lét ekki á sér standa, en sneri sér
þegar til bæjarstjórnar Reykja-
víkur með beiðni um lóð undir fyr-
irhugað háskólahús og til háskóla-
deildanna um tillögur þar að lút-
andi, en hvorutveggja var gjört
samkvæmt bendingu Jónasar
kenslumálaráðherra. Enda kunni
háskólaráðið vel að meta undir-
tektir hans í málinu, því að svara-
bréfi þess til hans lýkur með þess-
um orðum: “Um leið og háskóla-
i'áðið nú felur hæstvirtum dóms-
málaráðherra málið til frekari fyr-
irgreiðslu, leyfir það sér að þakka
honum fyrir, hve vel og viturlega
hann hefir í það tekið, og það því
fremur, sem hann fyrstur manna í
stjórnarsessi hefir séð og skilið
nauðsyn háskólans í þessu efni.”*)
Eftir að hafa leitað álits há-
skólaráðs og deilda háskólans,
lagði stjórnin síðan fyrir Alþingi
1930 ‘ ‘ frumvarp til laga um bygg-
ingu Háskóla Islands,” og var það
samþykt í efri deild; eigi vanst þó
iími til þess, að afgreiða málið að
því sinni. Ejn þingið 1932 sam-
*)Árbók Háskóla íslands, 1929-1930, bls. 72.
En bréf Jónasar ráðherra til háskólaráðsins,
nann var bæði dómsmála- og kenslumálaráð-
nerra, er prentað í Árl)ók háskólans fyrir
n-rið 1928-1929, bls. 21-22.
þykti lagafrumvarp þetta, og
heimila þau lög stjórninni, að láta
reisa byggingu fyrir háskólann á
árunum 1934-1940, ef fé er veitt
til þess á fjárlögunum.
Eins og við liorfði um fjármál
landsins, var eigi fyrirsjáanlegt,
að stjórnin myndi sjá sér fært, að
veita fé til háskólabyggingar. Voru
því góð ráð dýr, ef mál þetta átti
eig'i að stranda á gamla skerinu —
fjárskorti. Dr. Alexander Jóhann-
esson, þáverandi rektor liáskólans,
sem manna ötullegast hefir barist
fyrir bygg'ingannálum lians og
öðrum velferðarmálum hans á síð-
ari árum, kom þá fram með hug-
mynd um fjáröflun til byggingar
háskólans, sem fengsæl liefir
reynst og vinsæl. Fæ eg eigi lýst
henni betur en gjört er í Árbók Há-
skóla íslands, 1932-1933, bls. 14-15.
“Með því að rektor liafð spurt,
að ríkisstjórnin myndi ekki hafa
séð sér fært að taka upp á f járlaga-
frumvarpið fyrir 1934 neina fjár-
veiting til háskólabyggingar, boð-
aði liann 9. febrúar til almenns
kennarafundar og skýrði þar frá
hugmynd sinni um að beiðast þess,
að háskólinn fengi einkaleyfi til
þess að reka peningahappdrætti
liér á landi, í því skyni að afla f jár
til háskólabyggingar. Var kenn-
arafundurinn því einróma með-
mæltur, að reynd yrði þessi leið til
þess að hrinda í framkvæmd bygg-
ingarmáli háskólans. Var síðan á
háskólaráðsfundi samþykt að bera
þetta mál upp fyrir Alþingi, og
voru kosnii' í nefnd til þess að
vinna að málinu rektor og pró-
fessorarnir dr. Magnús Jónsson og'
dr. Sigurður Nordal. Mentamála-
nefnd neðri deildar flutti málið