Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Qupperneq 134
Ragnar Lundborg, Dr. Jur.
Tímaritið birtir í ár, í íslenzkri
þýðingu, fyrsta liluta lögfræð'ilegr-
ar ritgjörðar, um núverandi rétt-
arstöðu Islands, eftir hinn þjóð-
kunna laga sérfræðing og Islands-
vin Dr. Ragnar Lundborg. Rit
þetta kom út fyrir tveimur árum
síðan á þýzku, og vakti mikla eftir-
tekt. Dr. Lundborg er alkunnur
um Yestur-Evrópu sem einhver
sérfróðasti maður í alþjóðarétti og
eru skoðanir hans og niðurstöður
í þeim efnum taldar mjög mikil-
vægar. Rit þetta hefir enn ekki
birst á Norðurlandamálum, en það
hefir verið ósk Dr. Lundborgs að
það gæti sem fyrst komið út á ís-
lenzku, svo að íslenzkur almenn-
ingur, austan liafs og vestan, hefði
þess sem fylst not.
Á síðastliðnu hausti barst
stjórnarnefnd Þjóðræknisflagsins
fyrirspurn, frá íslenzkum lögfræð-
ingi í Kaupmannahöfn, um það,
livort félagið sæi sér ekki fært að
koma riti þessu út, ef því væri lögð
til þýðing', er nothæf væri til prent-
unar. Fanst félagsstjórninni, úr
])ví að til hennar var leitað með
þetta, að liún eigi geta virt hið
g'óðgjarna starf höfundarins, í
þarfir hinnar íslenzku þjóðar,
minna en svo, að verða við þessum
tilmælum. Svaraði hún því fvrir-
spurninni játandi. Var nú sam-
þykt, að birta alt ritið í einu í Tíma-
ritinu þetta ár og láta síðan sér-
prenta það sem bók. Var svo beðið
eftir handritinu, er ekki kom fyr
en upp úr áramótum.
Þegar farið var að yfirfara
handritið kom það í ljós, að því
var í mörgu.m efnum ábótavant,
svo að ekki þótti gjörlegt að prenta
það án nauðsynlegra leiðréttinga.
En tími vanst ekki til þeirra, því
innan fárra daga þurfti það að
vera komið í prentsmiðjuna. Var
því afráðið að birta aðeins þenna
fyrsta hluta þess að þessu sinni,
er hefir verið' yfirfarinn allræki-
lega, en láta afganginn bíða til
næsta árs.
TJm ríitið sjálft þýðir ekld að
fara mörgum orðum að þessu
sinni. Það er skýr og rökföst
greinargjörð um réttindi og rétt-
arstöðu íslenzku þjóðarinnar á
þessum tímum, og hefir það hlotið
þann vitnisburð sérfróðra manna,
að það sé í alla staði óhlutdrægt
og ábyggilegt.
Dr. Ragnar Lundborg' er mörg-
um Islendingum kunnur. Iiann er