Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Qupperneq 137

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Qupperneq 137
Seytjánda ársþing Þjóðrceknisfélagsins 119 sina, þrátt fyrir tollmúrana. Þeir lyfta sér yfir þá og fara til Manchester á Eng- landi og selja þar vörur sínar ódýrar en Englendingar geta framleitt samslags vöru. Þeir selja baömullarvörur á Indlandi og í Ástralíu fyrir lægra verö en þaö kostar Englendinga aö kaupa efniö í samslags vöru. Þeir selja léreft og rayon-vörur í 'J oronto í Kanada fyrir lægra verð en verksmiöjueigendur í Quebec segjast geta framleitt slíka vöru fyrir og þeir senda búðar-skip sín — skip, sem búin eru út eins og glæsilegustu sölubúðir — um öll höf og inn á hverja höfn, þar sem þeir fá að koma, með þenna ódýra varning. Þeir verða að gjöra alt þetta, eöa deyja drotni sinum, en til þess eru Japanar ekki búnir. Menn segja að verkalýðurinn í Japan sé þrælar og aumleg vinnudýr á lægsta stigi tilverunnar, og iðnhöldarnir miskunnar- lausir böðlar. Ef til vill hafa þeir menn, er. svo hugsa og tala, eitthvað fyrir sér. En Japanar sjálfir líta ekki svo á. Þeirra lífsskoðun er mjög ólik lífsskoðun Vestur- landamanna. Hjá þeim er það aldrei aðal- atriði að fá hátt kaup fyrir vinnu sina, heldur hitt, að vinna þjóö sinni — þjóöar- metnaður og þjóðarsómi er þeirra eina og aðal hugsun, og svo vinna þeir að honum sem einn maður. Japanar eru þjóðræknir menn og afkoma þeirra, nú síðustu árin, er ómótmælanlegur vottur þess, hve mátt- ugt afl að þjóöræknin er, þegar að rækt er lögð við liana. Og Japanar kunna að fara með hana, og nú, þegar andstæöur kljúfa flestar eða allar þjóðir heims og lama þrek þeirra til hvers sem gjöra skal, þá eru þeir allir eitt í því að vernda sína l'jóð frá eyðilegging og glötun. En því er eg að minnast á þetta hér? Kemur þetta oss þjóðræknum íslendingum ’ Atneríku nokkuö við? Það kemur hverju emasta mannsbarni í álfu þessari við, og l5að alvarlega. Þessar tvær þjóðir, sem eg hefi nú minst á, eru ekki þær einu, sem eru króaðar inni. Þær eru ekki þær einu, Sem eru i verzlunarlegum vanda staddar. Þaö eru nálega allar þjóðir heims, og þær eru allar að leita að útgöngudyrum. Bret- land hið mikla veröur aö framfleyta 800 manns á hverri fermílu; Svíþjóð og Dan- möik eru í stórvandræðum með að koma °lki sínu fyrir. En svo eru önnur lönd, svo sem Kanada, þar eru 3 um hverja fer- mílu; i Bandaríkjunum 27, og i Ástraliu 2. Viö getum getið nærri hversu afar geigvænlegt þetta ástand er, og þess, hverj- ar afleiðingarnar óhjákvæmilega verða, ef mennirnir ekki vakna og sjá aö sér. Vor eigin þjóð, íslenzka þjóðin, hefir ekki farið varhluta af umróti því, sem hefir verið og er hjá öllum öðrum þjóðum, sem ekki er heldur að búast við. Andstæðurn- ar, sem skift hafa þjóðum annara landa, hafa klofið hana. Flokkarnir, eg veit ekki hvað margir, berast á banaspjótum, nú einmitt þegar henni reið sem mest á friði og eindrægni, því þó að fjölmennar þjóðir fái staðist innbyrðis ófrið og ósamlyndi, lengri eöa skemri tírna, þá er það óhugs- andi að eins fámenn þjóö og íslendingar eru, fái staðist það til lengdar og haldið sjálfstæði sínu. Þeir hafa við nógu raman reip að draga, þó að þeir væru allir eitt, sem líka að þeir verða að læra, ef vel á að fara. íslendingar hafa ekki farið varhluta af verzlunarkreppu þeirri, sem öllurn þjóðum háir nú, og er það því tilfinnanlegra fyr- ir þá, þar sem vörutegundir þær, sem þeir hafa til að selja á alheimsmarkaðinn eru svo fáar -—• ekki nema fiskur og sjávar- afurðir, svo teljandi sé. Ef salan á þeim bregst, ef markaðinum fyrir þær vörur þeirra er lokað, þá er líka framtíðar og lífsvon þjóðarinnar þrotin. Hér er því um hið alvarlegasta vandamál að ræða, og ef sambönd og kunnugleiki Vestur-ís- lendinga hér í álfu í firntíu ár má sín nokk- urs, þá sannarlega ættu þeir ekki að liggja á liði sínu nú, með það að styðja að þvi á allan hátt að opna fyrir bræðrum sínum lieima eða með þeim, markað fyrir sem mest af vörum þeirra í þessari heimsálfu. Yður er öllum kunnugt um, að i síðasta mánuði andaðist George V., konungur á Bretlandi, sjálfsagt sá mest virti og vin- sælasti þjóðhöfðingi sem uppi hefir verið' í langa tíð, og vér minnumst hans með lotningu og þakklæti. Fráfall þess ástsæla þjóðhöfðingja gefur ástæðu til umhugs- unar um margt í fari hans, lífi og stefnu. T. d. hvernig stóð á þeim ástsældum, sem liann ávann sér ? Einmitt nú þegar konungs og veldisstólar annara þjóða léku
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.