Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Side 138

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Side 138
120 Tímarit Þjóðræhnisfélags íslendinga á reiðiskjálfi og féllu, þá styrkir hann svo veldi sitt, að engum af fyrirrennurum hans hefir tekist þaS betur! Hann hafði ekki aðeins náð hylli þegna sinna undan- tekningarlaust, heldur lúta allar þjóðir höfði við líkbörur hans. Hver var sá undramáttur er þessu réði? Það var ekki konungsvaldið eitt, því nú á dögum er það ekki vegurinn til vinsælda. Nei, undir- rótin og aflið að valdi þessa göfuga þjóð- höfðingja var það, að hann reyndist trúr því fegursta sem þjóð hans átti í þjóðar- arfi sínum, og auðnaðist að vera merkis- beri þess öll sín ríkisár Stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins hef- ir haldið fjórtán fundi á ár.inu og haft með höndum eftirfylgjandi mál: Landncma minnisvarða mál. Eins og menn mun máske reka minni til, þá var í sambandi við fimtíu ára bygðar- afmæli Nýja íslands 1925, hafið máls á því, að vel viðeigandi væri og jafnvel •sjálfsagt að landnáms þeirrar bygðar væri minst á einhvern viðeigandi og varanlegan hátt, helzt með því að landnámsfólkinu væri reistur minnisvarði á Gimli, eins fljótt og unt væri að koma því verki i framkvæmd. Nokkrir menn í Nýja íslandi gjörðust þá forgöngumenn þess máls; ræddu það opinberlega og kom þeim saman um að heppilegasta fyrirkomulag þessa varða, væri eftirlíking af íslenzkri vörðu, eða eitthvað það, sem í senn gæti mint á uppruna þeirra og landnáms erfiðleika. Nokkru fé var þá safnað til þess fyrir- tækis, eitthvað um $90.00. Á öndverðu síðastliðnu sumri kom einn af forgöngu- mönnum þess málefnis á fund stjórnar- nefndar Þjóðræknisfélagsins, og fór fram á það við hana að hún tæki málið að sér, og beitti sér fyrir framkvæmdum í því, og að æskilegast væri að minnisvarðinn gæti verið kominn upp á sextugasta landnáms- afmælisdegi Nýja íslands, en það var 21. október síðastliðinn. Stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins sá sér ekki fært að skorast undan að taka við málinu, því hér var um verulegt þjóð- ræknismál að ræða og nefndinni fanst það skylda Þjóðræknisfélagsins að leggja því alt það lið sem það gat. Þess vegna tók hún málið að sér. Það er ekki mikil þörf á fyrir mig að rekja sögu þess máls mikið lengra, því skýrsla frá nefnd þeirri, er fyr- ir málinu stóö verður lögð fram hér á þinginu. En þó er mér ljúft að geta þess, að áður en fyrirkomulag varðans var á- kveðið leituðum við til þeirra atkvæða- manna vor á meðal, sem við gátum náð til og kom okkur öllum saman um að láta þetta minnismerki tákna tvent — uppruna landnámsfólksins og Grettistök þau er það varð að lyfta á fyrstu landnámsárum sín- um. Þetta tvent höfum við leitast við að láta varðann tákna. Hvernig það hefir tekist leggjum við undir dóm sanngjarnra og óvilhallra manna. Eg get ekki skilist svo við þetta mál, að votta ekki almenningi íslendinga þökk fyrir hinar ágætu undirtektir, er mál þetta fékk þegar leitað var til hans með fjár- hagslegan stuðning, og þó verkinu sé ekki að fullu lokið enn, þar sem eftir er að byggja upp grunninn i kringum varðann, og að öðru leyti ganga frá honum í vor þegar veður leyfir, þá ber eg svo mikið traust til fólks yfirleitt að það láti ekki það óhjákvæmilega verk undir höfuð leggjast sökum fjárskorts. Einnig ber að þakka byggingameistara Þorsteini S. Borg- fjörð, sem um bygging varðans sá, fyrir atorku hans og óeigingjarnt starf í þarfir þess máls, því hann gjörði alt það verk endurgjaldslaust. Að síðustu minnist eg með þökk þátttöku bæjarstjórnarinnar á Gimli og fólksins þar. Bæjarstjórnin gaf völlinn, sem varðinn stendur á 132x132 ft. og veitti minnisvarðanefndinni alla þá að- stoð, sem henni var unt, og ennfremur hefir hún lofast til að halda vellinum í kringum minnisvarðann við á komandi tíð, endurgjaldslaust. Minnisvarðinn var af- hjúpaður 21. október síðastliðinn. Annar minnisvarði, sem snertir íslenzk- an almenning vor á meðal var reistur a leiði skáldsins St. G. Stephanssonar á ár- inu; er það varða á sements-grunni. Fyrir þeim framkvæmdum gekst aðallega hinn góðkunni landi vor Ófeigur Sigurðsson í Red Deer og á hann þakkir skilið fyrir framtakssemi sína. Einnig er þess að minnast, að á siðast- liðnu sumri mintust Þingvalla og Lögbergs nýlendumenn 50 ára bygðarafmælis síns á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.