Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1936, Qupperneq 156
138
Timarit Þjóðrœknisfélags Islendinga
kenningu við fráfarandi nefndarmenn fyr-
ir starf þeirra, og var það gjört. Þakkaði
forseti fyrir sína hönd og B. E. Johnson
fyrir sína hönd og Dr. A. Blöndals, er var
fjarverandi.
Fyrir yfirskoðunarmann var kosinn í
einu hljóði Steindór Jakobsson.
í leikfimisnefnd voru kosnir Dr. A.
Blöndal og Th. S. Thorsteinsson.
Rithöfundasjóðsnefnd.
S. W. Melsted lagði til og Dr. Richard
Beck studdi, að rithöfundasjóðsnefndin sé
endurkosin. Samþykt. Eru það þeir séra
Guðmundur Árnason, Sveinn Thorvalds
son, Árni Eggertson, séra B. Theodore
Sigurðsson og J. K. Jónasson.
í útnefningarnefnd voru kosnir Á. P.
Jóhannsson, S. W. Melsted og B. E. John-
son.
Séra Guðm. Árnason lagði til og Fred.
Swanson studdi, að fjármálaritara sé
greidd 10 prócent af því fé, sem hann inn-
heimtir á næsta ári í ómakslaun. Samþykt.
Minnisvardamál:
Nefnd sú, er sett var í þetta mál, leggur
fram svofelda tillögu. Þingið felur stjórn-
arnefnd félagsis framhaldandi fram-
kvæmdir í þessu máli unz verkinu er lokið.
Richard Beck J. Janusson
B. Theo. Sigurðsson.
B. E. Johnson lagði til og Dr. Richard
Beck studdi, að álitið sé viðtekið eins og
lesið. Samþykt.
Minjasafnsmál:
(1) Þingið þakkar þeim, sem hingað til
hafa unnið að myndun Minjasafnsins, svo
og þeim, sem hafa sent gjafir til safnsins
á síðastliðnu ári, og eru þeir þessir:
Frá W. J. Osborne, Winnipeg—Kvarnar-
steinar.
Frá Ingu Soffíu Goldsmith, Crystal, North
Dakota—Lóðavigt.
Frá Arnfríði Jónsdóttur og Baldvin Jóns-
syni á Kirkjubæ, Hnausa—Reizla, Tína,
Silfurskeið, Rennibor, Lóðavigt, (pund-
ari).
Frá Guðlaugu og Jóhannesi Freeman, til
minningar um ísland:
1. Prjónastokkur — Á hann er letrað:
“Sigríður Jónsdóttir á stokkinn með
réttu. Átján hundruð.”—Koua þessi
lifði fyrir og eftir 1800, sem eignaðist
stokk þenna.
2. Prjónastokkur — Á hann er letrað:
“Vertu velkomin að þessum stokk,
mín góða Guðlög Finnsdóttir. Árið
1876.”
3. Sméröskjur — Eru frá fyrri hluta
19. aldar.
4. Tígulstokkur — Er frá fyrri hluta
19. aldar.
5. Rokkur—Frá 7nda tug 19. aldar.
6. Nálhús með skónálum — smíðað ná-
lægt 1860.
7. Nálhús með stagnálum. — Frá þvi
um 1855.
8. Ullarkambar (tvennir) — álíka gaml-
ir og rokkurinn.
9. Þráðarsnælda — Frá því um 1860.
10. Ullarlár, er ullarlopar voru hafðir í
sem spunnið var úr á þráðarsnældu,—
gjörður af blindum manni um 1855.
Frá Svövu Lindal, Winnipeg — Dúk-
svunta frá 1876, Millur, Skotthúfa.
(2) Þingið felur stjórninni að halda á-
fram að safna munum til safnsins frá góð-
fúsum gefendum og til þess að glæða á-
huga almennings. fyrir málinu; vill það
benda á, að heppilegt sé að fá sérstaka
söfnunarmenn úti um bygðir og að hafa
þá muni, sem þegar hafa gefist, til sýnis á
ákveðnum stað í Winnipeg.
Jakob Jónsson Guðbjörg Sigurdson
Guðm. Árnason.
Fred. Swanson lagði til og séra B. Theo.
Sigurðsson studdi, að álitið sé viðtekið
eins og lesið. Samþykt.
Skýrsla rithöfundasjóðsnefndar:
Milliþinganefnd sú, er haft hefir með
höndum fjársöfnun fyrir rithöfundasjóð-
inn leyfir sér að leggja fram eftirfylgj-
andi skýrslu:
Samkvæmt skýrslu féhirðis voru í sjóði
15. febr. 1935 $221.63.
Safnað í sjóðinn frá 15. febr. 1935 til
15. febr. 1936, $20.50. Vextir á árinu $4.00.
Samtals $246.13.
Útborganir á árinu til skáldsins Jóhanns
Magnúsar Bjarnasonar $50.00. í sjóði 15.
febr. 1936, $196.13.
í viðbót við ársskýrslu féhirðis hafa lof-
orð verið greidd á þinginu til féhirðis,
$61.85. En á hendi hjá formanni söfnunar-
nefndar, greitt féhirði, eru $6.50. Alls í
sjóði eru því raunverulega $264.48.