Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Blaðsíða 34
10
TÍMARIT Þ J ÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
sjálfsagt að félagið væri ekki stofn-
að í neinni óvináttu við hið cana-
diska þjóðfélag. Taldi eitt aðal
hlutverk félagsins ætti að vera út-
gáfa íslenzks tímarits og bóka. Sá
ekki þörf fyrir svo mannmarga
nefnd, sem tillagan fór fram á.
Séra Rögnv. Pétursson taldi enga
minni þörf á framtakssemi til að
viðhalda íslenzkri tungu úti í bygð-
unum, þar væri málið hverfandi á
meðal uppvaxandi kynslóða, engu
síður en hér í bæ. Var meðmæltur
uppást. manni með leitun á þátt-
töku bygðanna nú strax.
J. J. Bíldfell sagði að með mynd-
un þessa félags væru íslendingar
ekki að brjóta í bága við þjóðrækn-
isskyldur sínar gagnvart Canada,
þvert á móti. Vér ættum vora sér-
stöku menningu, og af henni bæri
oss að miðla hinni ungu canadisku
þjóð, sem nú væri að eins í mynd-
un. Án samtaka, yrði ekkert úr ís-
lenzku menningunni. Vér hyrfum
bara sem dropi í sjóinn, og koma
vor til þessa lands yrði senn gleymd.
Sigfús Anderson taldi fásinnu að
vera nokkuð að reyna að tefja fyrir
hvarfi íslenzkunnar hér. Var ein-
dregið á móti þessari fyrirhöfn.
Jón Runólfsson var sammála næst
síðasta ræðumanni. Gat þess að vér
værum jafnvel ennþá nefndir hér
“útlendingar” í óvirðingarskyni,
vildi stemma stigu fyrir slíku með
samtökum.
Sig. Júl. Jóhanensson vildi strax
hleypa félaginu af stokkunum,,
treystandi á góðar undirtektir bygð-
anna. Taldi óþarfi að taka fram að
myndan félagsins skyldi ekkert
koma í bága við vorar borgaralegu
skyldur gagnvart Canada. — Slíkt
væri sjálfsagt. Ef nefndin yrði
skipuð samkvæmt tillögunni þá riði
á, að í henni ættu sæti menn úr öll-
um félögum og “klikkum” íslendinga
hér í bæ.
Jón Hjaltlín kom með svolátandi
breytingartillögu: “Fundurinn lýsir
því yfir að félagið skuli stofnað, og
nefnd sé kosin á þessum fundi til að
semja grundvallar-reglur félagsins,
sem svo skuli bera upp til samþykt-
ar á næsta fundi.” Þessi tillaga
studd af Lárusi Guðmundssyni. —
Borin upp og feld.
Tillaga Bíldfells - Jóhannssonar
samþykt.
Nokkrar umræður urðu um hvern-
ig kjósa skyldi í nefndina. Ásm. P.
Jóhannsson las upp nöfn 24 kvenna
og karla, er tilheyrðu ýmsum fé-
lögum hér í bæ. Slíkur nafnalisti
til stuðnings við valið í nefndina?
Loks gjörði séra Rögnv. Pétursson
tillögu, studda af B. Magnússyni
að forseti tilnefni 5 manna nefnd að
sér sjálfum meðtöldum, til að velja
menn og konur í 30 manna nefndina.
Samþykt.
Forseti útnefndi þá: Sigurbj. Sig-
urjónsson, Einar P. Jónsson, Ásm.
P. Jóhannsson, séra Rögnv. Péturs-
son.
Þessi nefnd tók strax til starfa og
valdi eftirfylgjandi 30 menn og kon-
ur í nefnd, samkvæmt tillögu J. J.
Bíldfells, áður en gengið var af
fundi: Séra Runólf Marteinsson,
Jón J. Bíldfell, 0. T. Johnson, Sig.
Júl. Jóhannesson, 0. S. Thorgeirsson
séra Björn B. Jónsson, Magnús
Paulson, Sigurbjörn Sigurjónsson,
Hjálmar A. Bergman, Líndal Hall-
grímsson, séra Rögnv. Pétursson,
Thorstein S. Borgfjörð, Kristján J-