Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Blaðsíða 154
130
TíMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Hermannsson við Leslie; Þorgeir Simon-
arson við Blaine; Kristín Asmundsson í
Calgary; Sigurður Cddleifsson í Winni-
peg; Runólfur Halldórsson í Selkirk;
Ami Tómasson við Brown, Man.
Eftir alla þessa er skarð, suma svo stórt
að það verður aldrei fylt i íslenzku þjóð-
lífi'vestan hafs. Með þakklæti minnumst
vér samvinnunnar við þessa vini og 'vel-
gerða þeirra í garð íslenzkra mála, og
vottum ættingjum þeirra og aðstandend-
um innilegustu samúð vora og hluttekn-
ingu.
tJtbreiðslumál
Allmörg mál voru nefndinni falin af sið-
asta þingi og hefir verið reynt, eftir því
sem ástæður hafa leyft að gera þeim ein-
hver skil.
Eins' og að undanförnu eru útbreiðslu-
málin aðal viðfangsefni félagsins.
A þéssu síðastl. ái*i hefir félagatalan
aukist að drjúgum mun. Félagsdeild hef-
ir verið stofnuð að Mountain, N. D., og
eru hér stadair á þingi fulltrúar hennar,
er á sínum tíma skýra frá útbreiðslu-
stanfinu þar syðra. Nokkrar fyrirlestra-
ferðir hafa verið farnar í erindum fé-
lagsins og eru þessar helztar að telja. 1
júní mánuði kaus nefndin Þorvald Pét-
ursson til þéss að flytja erindi og kveðju
fðlagsins á allslierjar þjóðrseknisþingi
Norðmanna er haldið var í Swift Current.
Var erindi þetta birt í "Hkr.” nokkru
síðar. Þá hefir forseti félagsins heimsótt
tvær deildir, “Fjallkonan” í Wýnyard og
“Brúin” í Selkirk og flutt hjá þeim erindi.
En lang afkastamestur hefir vara-forset-
inn dr. Richard Beck verið eins og áður,
við fyrirlestrahald og ritgerðir er hann
hefir samið á ensku máli og birt í ýmsum
tímaritum. Veit eg að hann gerir grein
fyrir þessu starfi sínu, siðar á þinginu, og
veröur þá að maklegleikum þakkað það.
Samvinnumál við Island
hafa að nokkru færst í aukana á þessu
ári. Eins og þingheimur mun minnast
stóð það til við síðastl. áramóit félags-
ins, að hingað kæmi heiman af ættjörð-
inni forseti “Sambands Norðlenzkra
kvenna,” og ritstýra kvennablaðsins
“Hlín”, fröken Halldóra Bjarnadóttir og
ferðaðist hér um bygðir íslendinga. Tal-
aðist svo til þá að félagið í sameiningu
með íslenzkum kvennasamböndum og fé-
lögum tæki á móti þessum velkomna
gesti og ráðstafaði ferðum hennar. Kaus
þingið tvær konur i þessa móttökunefnd,
þær Guðrúnu H. Finnsdóttur Jónsson og
Kristínu Björnsdóttur Johnson, er munu
leggja fram skýrslu um það starf hér á
þinginu.
Þá var þess farið á leit af stjórn Is-
lands við forseta félagsins, að hann flytti
þá beiðni stjórnarinnar við félagið að
stjómin óskaði eftir aðstoð þess og sam-
vinnu um íslenzka sýningu sem í ráði var
að haldin yrði á alþjóðasýningunni í New
York 1939. Ritaði rikisráðið félaginu bréf
þess efnis, er lagt verður fram siðar,
er mál þetta kemur fyrir þing, til um-
ræðu.
Þá var þess ennfremur farið á leit við
stjómarnefnd félagsins af Landkynning-
arskrifstofu Islands, að félagið aðstoði
hana í því efni að ná í sem flest af því
sem ritað er í hérlend , blöð um land og
þjóð, svo að auðveldara verði að kynna sér
álit útlendra ferðamanna á landinu og
þjóðinni og hnekkja þeim ósannindum og
leiðrétta, þann misskilning er þar kynni
að koma fram. Vildi eg mæla með því
að þessari kvöð yrði sérstakur gaumur
gefinn. Það myndi krefjast dálítils starfs
en lítilla peninga. Til eru félög bæði hér
í landi og í Bandaríkjunum', sem nefnast
“Clipping Bureaus” —■ (Blaðklippufélög)
sem hafa með höndum svona lagað verk,
að. safná uppiýsingum og blaða úrklipP"
um um sérstök mál fyrir litla þóknun.
Ei; mér sagt að þau setji 5c fyrir úrklipP"
una. — Verður væntanlega skipuð nefnd
i þetta mál sem og hin önnur er að sam-
vinnumálinu lúta, er þá gei’ir þinginU
frekar.i grein fyrir öllu saman.
Enn komst til tals, við fyrv. ráðh. Jónas
Jónsson á síðastl. sumri, að Alþingi °S
stjómarráðið myndi í nálægri framtíð
fara að athuga möguleika á mannaskift-
um milli Islendinga austan og vestan
hafsins. Þá var og rætt um það hvoi-
hann myndi taka boði félagsins ef til
kæmi að koma vestur liingað og ferðast