Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Blaðsíða 122
98
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
vistum íslandi, og kunni hann þó
einnig að meta brezka og kanadiska
menningu; en hann var trúr upp-
runa sánum og ættarerfðum, og var
sér glöggt meðvitandi þroskaáhrifa
þeirra, því að hann segir í “Minni
Nýja íslands” (1915):
“Vor erfðataug úr þjóðlífs þeli spunnin
gaf þrótt að vinna skógatröllin ill;
nú manndáð slíkri nrorgunsól er runnin,
vor móðurbyggð, það sjái hver sem
vill.—
Og taug sú var, en atvik eigi,
er oss til sigurs bar með þig á framvegi.’’
Kvæði hans og kvæðabrot, sem
tekin hafa verið upp í ritgerð þessa,
bera það einnig með sér, að Jón var
prýðisvel að sér í íslenzku máli og
íslenzkri bragfræði, og vandur bæði
að málfari og ljóðformi kvæða sinna.
Hann er enginn mærðarmaður í
kveðskap sínum og ekki hnýtur les-
andinn þar oft um bragargalla, enda
var skáldið gæddur næmum fegurð-
arsmekk. Sannleikurinn er sá, að
Jón samræmir yfirleitt orð og efni
prýðisvel, en sá er aðall góðra
skálda. Hann hefði heldur aldrei orð-
ið ,jafn ágætur ljóðaþýðari og raun
ber vitni, ef hann hefði eigi verið
hagur á íslenzkt mál og bragfimari
en almennt gerist. Á nú við að gera
þýðingar hans að umtalsefni.
III.
Nærri helmingur ljóðabókar Jóns
eru þýðingar af erlendum úrvals-
kvæðum og sálmum. Á því sviði
hefir hann verið stórvirkastur ís-
lenzkra skálda vestan hafs, og það
sem mestu varðar, góðvirkur að
sama skapi. Ekki fæst hann heldur
við nein smámenni í skáldahópnum,
þegar til þýðinganna kemur, því að
hann þýðir merkiskvæði eftir norsk,
kanadisk, ensk og amerásk höfuð-
skáld. Á þýðingum þessum er í
heild sinni sá vandvirknisbragur,
nákvæmni í hugsun, orðavali og
bragarháttum, að þær einar saman
skipa Jóni á bekk góðskálda, og á
sumum þeira er hreinasta snilldar-
handbragð. Meðal þeirra er “Nyk-
urinn” (Nökken) eftir Welhaven (2.
og 3. erindi er þó slept í þýðingunni)
og hið stórbrotna kvæði “Draumur
konu Pílatusar” eftir Edwin Mark-
ham, skáldöldung Bandaríkjanna;
en til þess að njóta til fulls hvors
um sig, frumkvæðisins eða þýðing-
arinnar, verða menn að lesa þau í
heild sinni.
Þá þýðir Jón að öllu samanlögðu
ágæta vel kvæði Ibsens “Málmnem-
inn” (Bergmanden), en það kvæði
er auk iskáldlegs gildis 3Íns merki-
legt fyrir það, hversu skæru ljósi
það varpar á andlegan þroskaferil
Ibsens.1) Beri maður saman eftir-
farandi erindi kvæðisins og þýðing-
una á þeim, verður það augljóst, að
efni, máli og blæ er prýðilega haldið:
“Dybt i fjeldets öde nat
vinker mig den rige skat,—
diamant og ædelstene
mellem guldets röde grene.
Engang sad som gut jeg glad
under himlens stjemerad,
traadte vaarens blomsterveje,
havde barnefred i eje.”
“Inst I fjallsins eyðinótt
öll mig seiðir kostagnótt:
1) Smbr. H. Koht, The Life of Ibsen,
Vol. 1, bls. 73—75