Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Blaðsíða 50
26
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
stingur það, sem segir rétt á undan,
að hið illa sé aðeins “vöntun gæða.”
163. Gœtum þess: hið illa er
ætíð vöntun gæða,
áður þessi eignumst vér
á oss þorsti [að] mæða.
164. Herrans gjöf er livergi þá
heimskan, sem vér drögum,
hún vort 6ðal eilífð frá
er með réttum lögum.
165. Hennar dóttir sönn er synd,
sjálfir hana eigum;
móður fylgir fóstur-kind,
finna rétt það megum.
166. Rétt að hugsa ríður á,
rétt að elska líka;
rétt að megna’, ef móti þá
mælir girndin ríka.
167. Vizka, elska’ og vUjans megn
vinna dyggð og glæða;
sé vort þessum sinnið gegn
svo er það vöntun gæða.
169. Vöntun þessi meiðir mann
með samvizku styngum,
af því valdið ei fékk hann
yfir tilhneigingum.
Höf. vill eigi láta guð eiga sök á
heimsku manna og synd eða því illa í
heiminum, er hann aðeins telur vönt-
un gæða, en álítur aftur á móti, að
samvizkan veki mann með stingjum
sínum, og að >að sé vizka, elska og
viljamegnið, er leiði menn á veg
dyggðanna.
En skilyrðið fyrir því, að menn
komist á veg dyggðanna, er greining
góðs og ills og nefnir höf. það stofn
eða undirstöðu heilagleikans:
175. Grein að læra góðs og UIs
guð oss ætlað hefir;
Kristi dæmi vörn er víls,
vissuna það gefur.
178. Það hið Ula þekkja fyrst
þurftu menn að læra,
að helgun sina þjóðin þyrst
þæði síðan kæna.
185. Lýðir hljóta lærdóms tU
á ljótrl heimsku faUa;
lærir hver ein skepna (eg skil)
af skaða hyggni alla.
187. Guð upp tíðar vindur vef
vizku til að glæða,
því ef reynslu gaum eg gef,
gjörir hún beint mig fræða.
En eftir að maðurinn hefir gefið
reynslunni gaum og lært að gera
greinarmun góðs og ills, verður hann
sjálfur að velja og hafna og bera á-
byrgð gjörða sinna, úttaka fyrir
þær ýmist laun eða hegningu. Þetta
á að opna augu manna fyrir því, sem
rétt er og gott, en bezt er þó, að
fara að ráðum samvizkunnar og
eftir því, sem trúin býður manni:
202. Ýmislegt þó oss í heim
ófullkomið mæti,
er hið sama ætlað þeim,
að það sjálfur bæti.
204. Þó menn sinu eðli í
ýmsan sora finni,
ber þeim sjálfum bæta’ úr því,
að björgun lif sér vinni.
205. Ætlaður manni aldrei var
algjörleiki í fyrstu,
heldur orkan umbótar;
á það líta virstu.
102. Laun og hegning lýðum hjá
lifið einnig glæða;
vizka’ í breytni vaknar þá,
verður að ljósi gæða.
N