Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Blaðsíða 172
148
TÍMAKIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
áhuga á aukinni samvinnu milli Islendinga
austan hafs og vestan, sem lýsir sér í til-
mœlum ríkisstjómar Islands í bréfi dags.
4. okt. 1937 til stjómarnefndar Þjóðrækn-
isfélagsins. En bréf það fjallar um að-
stoð af hálfu Vestur-Islendinga í sam-
bandi við þátttöku Islands í heimssýn-
ingunni i New Tork 1939.
3. Þingið samþykkir að verða við
málaleitun landkynnis um söfnun blaða-
greina á ensku um Island og Islendinga
hér vestan hafs.
4. Þingið telur æskilega framhaldandi
viðieitni til að koma á bréfaskiftum milli
ungra Islendinga vestan hafs og austan.
5. Þingið felur stjómarnefndinni allar
nauðsynlegar ráðstafanir í ofangreindum
málum og öðrum samvinnumálum, er fyr-
ir kunna að koma.
Jakob Jónsson
Á. P. Jóhannsson
Ámi Eggentsson
J. J. Bíldfell
Richard Beck
Á. Eggertsson og J. Húnf jörð að álitið
sé tekið fyrir lið fyrir lið. Samþ.
J. J. Bíldfell og séra Sigurgur Ólafs-
son að fyrsti liður sá samþ. eins og lesin
með þvi að þingiheimur rísi úr sætum, og
var það gjört, lneð lófataki. Annar, þriðji
og fjórði liður samþ. óbreyttir. Á fimta
lið var gerð breyting af R. H. Ragnar er
Einar Benjamínsson studdi: að kosin sé 3
manna nefnd og sé Dr. Rögnvaldur Pét-
ursson forseti hennar, til aðstoðar við Is-
lendinga iheima við undirbúning sýningar-
innar. Var breytingar tillagan feld. Var
þá 5. liður samþ. óbreyttur.
Á. P. Jóhannsson gerði þá tillögu og
Mrs. M. Byron studdi að álitið sé samþ. í
heild sinni eins og lesið. Samþ.
Álit úbreiðslunefndar lagt fram og lesið
af séra Guðm. Ámasyni:
Nefndarálit í útbreiðslumálinu
1. Þingið lýsir ánægju sinni yfir stofn-
un félagsins “Young Icelanders” og mælir
með því að Þjóðræknisfélagið veiti þeirri
hreyfingu, sem þar með er vakin, allan
þann stuðning, er það má.
2. Þingið felur stjórnarnefndinni að
sinna beiðni þeirri, sem komið hefir frá
Mr. M. O. Goodmanson í Flin Flon um
aðstoð við félagssamtök í þeim bæ.
3. Þingið felur stjómamefndinni að sjá
um, að einu sinni á árinu sé maður send-
ur til að heimsækja hverja þjóðræknis-
deild eða hvert annað félag, þar sem
möguleikar eru til þess að vinna fyrir
hugsjónir Þjóðræknisfélagsins. Sé það
gert í samráði við félögin að því er snertir
tíma og fyrirkomulag.
Á þjóðræknisþingi 23. febr. 1938.
Jakob Jónsson
C. Indriðason
Guðm. Árnason
S. Vilhjálmsson og Á. Eggertsson að
álitið sé tekið fyrir lið fyrir lið. Samþ.
Fyrsti og annar liður samþ. óbreyttir.
Eftir nokkrar umræður um þriðja lið
gerði Á. P. Jóhannsson breytingartillögu
og Mrs. M. Byron studdi: að þessum lið
sé visað til fjármálanefndar. Breytingar-
tillagan var feld. Var þá þriðji liður
samþ. Séra Egill Fáfnis og S. Jóhann-
son að álitið sé nú samþ. í heild óbreytt.
Samþykt.
Álit bókasafnsnefndar lesið af Davíð
Bjömssyni:
Alit bókasafnsnefndar
Nefndin leggur til, að eftirfarandi til-
lögur séu samþyktar:
1. Heimilt sé að lána þjóðræknisdeild-
um bækur úr safninu gegn sérsitöku gjaldi,
enda séu bækurnar í ábyrgð viðkomandi
deildar, þangað til þær eru komnar aftur
í hendur bókavarðar. trtlánstími og gjaW
ákveða umsjónarmenn safnsins.
2. Bókaskráin sé til sölu hjá öllum
þjóðraeknisdeildum.
3. Sérstaklega dýrar bækur eða sjald-
gæfar má lána til einstakra manna, t. d.
til fræðiiegra afreka, gegn þeirri trygTS'
ingu, sem umsjónarmenn safnsins taka
gilda.
4. Tilag aðalfélagsins til bókasafnsins
sé minst 50 dollars á ári.
5. Áð skýrsla bókasafnsins flé viðtekm
eins og hún var lesin.
Davið Björnsson
H. ölafson •
Jakob Jónsson