Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Blaðsíða 132
Eftir Jónatan Þorsteinsson
Jónatan Þorsteinsson, um eitt skeið bóndi á Vatnshömrum í Borgarfirði, var
meðal hinna ágætustu alþýðuskálda á sinni tíð. Hann var fæddur 8. apríl 1852 og
dáinn 1895. Eftir hann eru margar prýðilega kveðnar vísur, er urðu brátt héraðs-
kunnar. Systir hans, er heima á hér í bæ — Guðríður ekkja Árna Jónssonar smiðs,
hefir sýnt Tímaritinu þá góðvild að leyfa því að flytja nokkur erindi eftir hann að
þessu sinni, er skrifuð hafa verið upp úr litlu ljóðakveri, er hún á eftir hann.—Ritstj.
8. APRÍL 1892
Þá er eg kominn á þenna dag
Þreyttur á holdi’ og sálu,
Eftir kaldan auðnuhag
Á lifsbrautum hálu.
Allur lurkum laminn og sár
Lifs í stimabraki
Pjörutíu aldurs ár
Eg hefi nú á baki.
Alt aif fékk eg á þvi skil,
Er það skoðun hinna,
Að eg finni ekkert til
öhappanna minna.
Einnig beri höfuð hátt
Helzt til lyndisglaður
Gefi mig við þjarki þrátt
Og þykist vera maður.-----------
Stórlætið sem í mér er
örðug þó sé glíman
Hefir ætíð hamlað mér
Að hniga fyrir tímann .
Við að falla í heimi 'hér
Hölda lamast kraftur;
Það er fátt sem þyngra er,
En það að standa’ upp aftur.
Mörg þó hafi mæðu-ský
Á mina lífsbraut svifað,
Ekki sé eg eftir því
Að eg hefi lifað.
Mér hefir fallið löngum létt
Láf með kærum vinum;
Séð hefi’ eg margan sólskinsblett
Og sett mig þar með hinum.
Eg hefi’ reynt að standa um stund
Stoltur og ekki lotinn,
Senn, fyrir fult og fast, að grund
Fell þó krafta þrotinn,
Skuggaleg þó skýjatjöld
Skyggi’ á sólu mæra
Hverf þú dagur, komdu kvöld
Kyrðarsæla og væra.
YERTU’ EKKI AÐ GRÁTA
Vertu’ ekki að gráta þó sjáirðu ei sól,
Þá sær er dimmur og himinn gránar,
Við skýið hinnig sem hana fól,
Senn hlær hún aftur og loftið blánar.
Vertu’ ekki að gráta þó blikni blað,
Og bær þinn skjálfi þá hretið lemur;
En vertu hraustur og hugsa um það,
Senn hlýnar aftur, þá vorið kemur.
Vertu’ ekki að gráta þó níðdimm nótt
Sé nöpur og löng, og stjömur skoða
Þér banni élin; nei blunda rótt
Unz birtir aftur af morgunroða.