Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Blaðsíða 98
74
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
sér til hennar í framkvæmd þeirra starfa, er danska stjórnin felur honum
á hendur.
Virðingarfylst o. s. frv.
Zahle.
TVeim dögum síðar heimsótti líslenzki forsætisráðherrann aíftur
danska sendiherrann opinberlega og rétti honum svohljóðandi bréf:
Háttvirti Herra Ríkisráðherra!
íslenzka stjórnin hefir með stórum fögnuði og fullu trausti tekið á
móti handhafa bréfs yðar frá 4. þ. m., Herra Johannes Erhardt Böggild,
riddara af Dannebrogsorðunni, sem fulltrúa dönsku stjórnarinnar á
íslandi með umboði sendiherra, og mun veita Herra Böggild öll þau rétt-
indi og fríðindi, sem fylgja stöðu hans.
íslenzka stjórnin hefir hinar sömu innilegu óskir fram að bera sem
þér, að vinátta eflist milli þjóðanna, og þér megið vera sannfærður um,
að íslenzka stjórnin muni á allan hátt veita hinum danska fulltrúa hið
fullkomnasta liðsinni.
Virðingarfylst o. s. frv.,
Jón Magnússon.1)
Árið eftir skipaði ísland sendiherra í Danmörk.2) Embættisbréf
hans var á þessa leið:
Herra Utanríkisráðherra!
Eg hef þann heiður að tilkynna yður, að handhafi þessa bréfs, Herra
Sveinn Björnsson, hefir þ. 16. ágúst 1920 eftir tillögu minni, samkvæmt
15. gr. sambandslaganna, verið útnefndur sem fulltrúi íslenzku stjórn-
arinnar í Danmörku með fullu sendiherra umboði.
Eg leyfi mér að vænta þess, að danska stjórnin veiti Herra Sveini
Björnssyni öll þau réttindi og friðindi, sem fylgja stöðu hans. íslenzka
stjórnin hefir með mikilli ánægju tekið á móti hinum danska fulltrúa, og
gleðst stórlega yfir því að sjá hið þjóðaréttarlega samband, sem sam-
bandslögin hafa lagt grundvöllin að, komast á milli landanna, með út-
nefningu hins íslenzka fulltrúa. Það er von mín, að vinátta og góð
samvinna milli þjóðanna styrkist við þetta og eg er sannfærður um, að
Herra Sveinn Björnsson mun vinna að þessu takmarki.
Eg er sannfærður um, að danska stjórnin muni veita móttöku hinuni
íslenzka fulltrúa með fullu trausti, og muni sýna honum fulla samúð er
1) Acta Isl. Lundb., A, hluti 23, bls. 8, Nationaltidende 1919, 26. águst.
2) Ragnar Lundborg: La situation du ministre d’ Islande á Copenhague (Bulletin de 1’
Institut juridique international, juillet 1935), La Haye 1935.