Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Blaðsíða 116
SRáldliö Jóm K^h<o>!£ss©ol
Eftir Prófessor Richard Beck
Engum stendur það nær heldur
en oss fslendingum vestan hafs, að
hlúa að minningu þeirra manna,
sem hafa á lofti haldið merki ís-
lenzkra bókmenta hér í landi. —
Ekki leikur neinn vafi á því, að Jón
skáld Runólfsson á heiðurssess á
þeim bekk, því að hann auðgaði ís-
lenzkar bókmentir að mörgum fögr-
um ljóðum og snjöllum þýðingum.
Ljóðagerð hans er því þannig vaxin,
að verðugt er, að taka hana til ítar-
legri athugunar en gert hefir verið
fram að þessu.
I.
Tveir menn, er báðir þektu Jón
Runólfsson vel, skildu hann og
kunnu að meta hann, hafa rakið
æfiferil hans all nákvæmlega á
prenti og lýst honum persónulega.
Verður hér því stiklað á steinum í
sögu hans, nema að því leyti, sem
hún er samanofin kvæðum hans; én
þeim lesendum, sem meira vilja vita
um ævi hans en hér verður skráð,
vísa eg til nefndra ritgerða um
skáldið.1)
Jón Runólfsson var Austfirðingur
í ættir fram, fæddur að Gilsárteigi í
Eiðaþinghá í Suður-Múlasýslu 1.
september 1856. Var hann af merku
fólki kominn í báðar ættir.2) Barn-
1) “Jón Runólfsson, skáld”, eftir J.
Magnús Bjamason, óðinn, jan.-ágúst,
1929, bls. 23—26; og “Jón Runólfsson,
skáld (1856—1930)”, eftir G. J. 'Cleson,
Heimskringla, 4. apríl, 1934.
2) Smbr, grein J Magnúsar Bjarna-
sonar, bls. 23.
ungur fluttist hann með foreldrum
sínum að Snjóholti í Eiðaþinghá og
ólst þar upp. En það er til marks
um bráðþroska hans, að hann varð
sýsluskrifari sextán ára gamall,
enda fylgdi það honum til daganna
enda, að hann skrifaði prýðisfagra
hönd.
Ekki var hann þó sýsluskrifari að
því sinni nema í þrjú ár. Útþrá og
æfintýra brann honum í brjósti;
einnig mikill vesturferðahugur í ís-
lendingum á þeim árum, ekki sízt á
Austurlandi. Fór Jón vestur um
haf árið 1879 og settist um hríð að
í Minneota, Minnesota; vann hann
þar við ýmislegt, meðal annars í
prentsmiðjunni þar í bæ, “og fékk
þar fyrstu undirstöðu í enskri tungu
og enskum bókmentum” (J. M. B.)-
Var honum sem ungu skáldi þáð
hinn mesti gróði, að komast undir
áhrif þeirra auðugu og fjölþættu
bókmenta, og mun frekar vikið
að því í sambandi við Tennyson-
þýðingar hans.
Til Winnipeg fluttist Jón 1883 og
dvaldi næsta áratuginn á ýmsum
stöðum í Canada og Bandaríkjun-
um. Þó hann væri að kalla mætti
óskólagenginn — hann stundaði að-
eins nám á kvöldskóla í WinnipeS
kafla úr einum vetri1) — fékk hann
kennaraleyfi í Manitoba; hefir hon-
um sýnilega notast vel hin stutta
skólaganga, en þó öllu fremur verið
1) Smbr. grein G. J. Olesons í Heim3
krlnglu.