Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Blaðsíða 51
UM BJÖRN GUNNLAUGSSON
27
99. Samvizkan oss Ijósið ljær,
lífs til öld. svo renni;
eins ogr faðir áminnt fær
andinn Guðs í henni.
114. Brot með angri’ ef brjóstið slá
og betrar trúin hjarta,
í endurlausn gnð opnar þá
elsku faðminn bjarta.
133. Endurlausn er lausn frá synd,
lausn er hún sízt frá agu.
Hugsi aldrei heimskan blind,
að hlífi’ oss guð til baga.
Guð refsar mönnum til þess eins,
að þeir rati á veg dyggðarinnar. En
*tlunarverk skyldunnar er æfing í
dyggð. Lögmál er mönnunum gef-
ið til þess að þeir megi fullkomnast
á vegi dyggðarinnar. En framfara-
viðleitni mannsins er þó skilyrðið
fyrir allri þróun hans:
148. Framfara ef firðar magn
fengið hefðu þegi,
lögmál oss ei gerði gagn,
gætum þróazt eigi. — —
211. Þraut, sem líðum, meiri’ ei mun,
en móti kunnum berjast;
ein er lífsins ákvörðun,
illu reyna að verjast.
212. Þó mæti hvert það mótlætið,
sem má í heimi víðum,
bimnaföðurs hliðina við
hræðslulausir striðum.
213. Vort sem barndóms vanmættið
við foreldra bindur,
eins hið vonda óhæfið
oss að guði vindur.
219. Guð er sjálfur lífsins ldnd
lang-tærust hin fyrsta;
til uppsprettunnar efst á tind
á því menn að þyrsta.---------
222. A æviskeiðs þá veltum vang,
varúð kennir þetta:
aldrei lærir æskan gang,
ef aldrei fær að detta.
229. Það, sem nefnum vizku vér,
er vitur stundun gæða;
ættarsvipinn á sér ber
af alspekinni hæða.
VII.
Vér komum nú að síðustu að
guðshugmynd Björns Gunnlaugsson-
ar og hinum hinnzta tilgangi með
öllu veraldarvolkinu.
Sjálf guðshugmynd Bjöms er
mjög á reiki. í eðlisfræðisþættin-
um hugsar hann sér guð sem al-
magnið, sem í öllu býr, jafnvel í
viðspyrnu hlutanna hvers gegn öðr-
um og er það svonefnd algyðistrú
(pantheismus). í líffræðiþættinum
og í þessum síðasta þætti hugsar
hann sér guð sem “lífsins lind” og
heldur því jafnframt fram, að hann
sé upphaf allrar vizku og að “andi
guðs” búi í samvizkunni, og er það
svonefnd eingyðistrú (theismus), en
á víð og dreif í ritinu og einkum
undir lokin er það trúin á þríeinan
guð, föður, son og heilagan anda,
sem yfir gnæfir. Hvort unnt muni að
sameina þessar andstæður, skal ó-
sagt látið, en svona er trú manna
yfirleitt, sitt á hvað, eftir viðhorf-
inu í þann og þann svipinn.
En eitt eru menn ekki í neinum
vafa um, og það er það, að Björn
Gunnlaugsson hafnar útskúfunar-
kenningunni algerlega og telur hana
hið mesta guðlast. Því þótt guð
eða Kristur dæmi menn um stundar-
sakir til helvítis, þá sé það aðeins
til þess að aga menn og betra, því
að markmiðið sé, að allir verið full-