Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Blaðsíða 48
24
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
heimi, að þá verði allt það bjart,
sem nú er dimmt. Maðurinn sýnist
þannig ekki skapaður til hastarlegs
algjörleika, heldur til eilífrar blómg-
unar” (þ. e. þróunar).
En nú sezt heimspekingurinn á
rökstóla og reynir að gera sér grein
fyrir því, sem honum þykir senni-
legast um lífið og ódauðleikann. Nær
hann sér alveg furðanlega niðri
þegar í upphafi, þar sem hann segir:
59. Lífið öllu langt af ber,
lífi duftið þjónar,
lífi birba löguð er,
líf sér haminn prjónar.
Það er nú vitað, að öll hin lífrænu
efnasambönd verða til úr ólífrænum
efnum, og má því segja, að þau
þjóni þeim, einnig, að flest sem lífs
er, þrífst betur í ljósi en myrkri,
og loks má segja, að fóstrið fyrir
tilstilli arfgjafa sinna prjóni sér
sinn eigin ham í móðurlífi. En um
það, að lífið beri af öllu öðru, ritar
höf. tiltölulega langt mál í athuga-
semdunum:
“Sú mikla himinsins bygging boðar
einhverja stóra fyrirætlan. En í
öllu, sem vér sjáum á himni og jörðu,
er lífið það æðsta, og allt er þess-
vegna gjört, og það er aðaltilgangur
hins sýnilega heims, því að: 1. allt
þjónar lífinu og má kallast þess
umbúðir. 2. Lífið stendur stöðugt,
en skiptir sjálft um umbúðir sínar.
í fæðingunni fleygir það utan af sér
sínu fyrsta hýði (61. er.). Þegar
það er stálpað orðið, yfirgefur sú
lifandi skepna foreldra sína eða
fósturforeldra, sem voru lífsins önn-
ur umbúð. Á hverjum 10 árum
ævinnar smáslitnar og gufar út all-
ur þess líkami, svo ekkert verður
eftir; en nýjan líkama prjónar það
jafnótt aftur (62. gr.). Eins hefir
það hjálpað til í móðurlífi, að þessi
líkami yrði myndaður, því ef fóstrið
deyr, fullgjörist ekki líkami þess.”
En hvað er þá lífið sjálft? Því
svarar trúmaðurinn þannig:
63. Lífið þetta, lít þú á,
er lýsandi guðs kraftur;
og þess logann ala raá
allur heimur skaptur.
64. I>að má nefna ljósa ljós,
þvi ljósin enginn sæi,
ef ekki sínu á þau jós
æðra ljósa tæi.
65. Lýsir fyrir sjálfum sér
sami kraftur einum;
i æðri heima birtu bar,
þó býti henni ei neinum.
Höf. nefnir lífið ljós eða “lýsandi
guðs kraft”, en meðvitundina nefn-
ir hann ‘“Ijósaljós” og segir, að
menn sjái ekki einusinni ljósið án
hennar tilstilli, og þótt hún lýsi ekki
út á við, heldur inn á við, þá beri
hún birtu í æðri heima! — “því að
lífið skoðar og myndar sér ekki ein-
asta rúmið, heldur og alrúmið, ekki
aðeins tíðina, heldur og eilífðina.
Það ímyndar sér þá æðstu veru,
guð, og fullkomunar-áformið eða al-
gjörleikann. Þetta sýnir lífsins háu
ákvörðun. . . Sérhver týra af þessu
ljósi, segir hann ennfremur, aðgrein-
ir sig frá öllu öðru og kallar sig í
huga sínum: eg (sbr. 72. er.). . .
Það er guðs aðalverk, og þetta hans
aðalverk verður eilíft að vera.”
(74. er.).
“En ekki sýnist áformi lífsins
vera fullnægt, þó þessar smátýrur
lífsins séu ótölulegar, bæði samtíða