Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Blaðsíða 90
66
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
í öðrum löndum án samþykkis danska ríkisþingsins og alþingis, og í 5. gr.
stendur hið sjálfsagða ákvæði, að hvort ríkið fyrir sig ákveði borðfé kon-
ungs og konungsættarinnar.D
§4. Hinn íslenzki ríkisborgararéttur.
í 6. gr. samningsins 1918 eru sett ákvæði um 'ríkisborgararéttinn:1 2)
“Danskir ríkisborgarar njóta að öllu leyti sama réttar á íslandi sem ís-
lenzkir ríkisborgarar fæddir þar, og gagnkvæmt. Ríkisborgarar hvors
lands eru undanþegnir herskyldu í hinu. Bæði danskir og íslenzkir ríkis-
borgarar hafa að jöfnu, hvar sem þeir eru búsettir, frjálsa heimild til
fiskiveiða innan landhelgi hvors ríkis. Dönsk skip njóta á íslandi sömu
réttinda sem íslenzk skip, og gagnkvæmt danskar og íslenzkar
afurðir og afrek skulu gagnkvæmlega eigi að neinu leyti sæta óhagkvæm-
ari kjörum en nokkurs annars lands”.
Því var haldið fram af ýmsum Dönum, að sameiginlegur dansk-íslenzk-
ur ríkisborgararéttur hafi verið lögleiddur með 6. gr., m. a. heldur Funder
því eindregið fram að:3) “Þegar íslenzkir ríkisborgarar njóta sömu
réttinda sem danskir ríkisborgarar, þýðir það, að þeir njóta dansks ríkis-
borgararéttur í Danmörku.” Undireins skömmu eftir að dansk-íslenzki
samningurinn var samþyktur, hélt eg fram,4 5) að þessu væri ekki þannig
farið, og að enginn tvöfaldur borgararéttur kæmi hér til greina. Líkri
skoðun heldur Knud Berlin fram,5) og felst eg á hana í aðalatriðunum.
Hann segir, að 6. gr. beri að skoða sem stuttorðan verzlunar- og vináttu-
samning. í honum eru aðeins fólgin gagnkvæm ákvæði um “jafnrétti”
fyrir danska og íslenzka ríkisborgara á fslandi og í Danmörku á við
sjálfa ríkisborgara hlutaðeigandi landa. Það er ekki sjaldgæft að ríki
gjöri samning, er gefur ríkisborgurum þeirra í vissum atriðum gagn-
kvæm réttindi. Þetta hafði Danmörk gjört áður í mörgum verzlunar-,
siglinga- og vináttusamningum. Eftir nákvæma rökfærslu kemst Knud
Berlin að þessari niðurstöðu: “íslenzkir ríkisborgarar fá því ekki fæðing-
arrétt í Danmörku, heldur aðeins, eins og 6. gr. 1. atriði segir, jafnrétti
við innfædda Dani. Þeir eru því þrátt fyrir “jafnréttið” ekki danskir
ríkisborgarar heldur íslenzkir. Og þetta gildir ekki, þrátt fyrir “jafn-
1) Hirðin danska og íslenzka eru aðskildar. Hirð Islands konungs er aðeins einn kon-
ungsritari.
2) ‘‘Statsborgerret” á dönsku, "rikisborgararéttur” á íslenzku, bæði orðin þýða Það
sama og fæðingarréttur.
3) Funder, bls. 213.
4) Intemationell Politik, Stockholm 1918, bls. 21. Eg hélt því fram, að það sé engin
sönnun fyrir því, sem ýmsir menn í Danmörku halda fram, að um sameiginlega
dansk-íslenzkan rikisborgararétt sé að ræða, né heldur um tvöfaldan ríkisborgarare
eins og t. d. Hannoverar höfðu í Stóra-Bretlandi meðan persónusambandið hólst S
þeir samkvæmt enskum rétti voru enskir ríkisborgarar.
5) Knud Berlin Forb. bls. 69.