Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Blaðsíða 102
78
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
leggja fyrir nefndina, enda er það auðvitað ekki hægt fyr en þau eru lögð
fyrir löggjafarþingið.D
í nefndaráliti sínu telur fullveldisnefndin dansk-íslenzku nefndina ekki
nauðsynlega, en að hún geti heldur ekki unnið neitt ógagn.2) Hún geti
orðið íslandi til gagns á þann hátt, að hún fái vitneskju um, “hvort sam-
bands ríki vort í löggjöf sinni eða öðrum ráðstöfunum taki ákvarðanir,
sem eru ólöglegar og skaðlegar fyrir oss.” Þar að auki heldur nefndin
því fram, að dansk-íslenzka nefndin hafi ekki til meðferðar frumvörp, er
lögð séu fyrir þingið af alþingismönnunum. Þetta sé “fyrst og fremst
ljóst af orðum greinarinnar og í öðru lagi af því, að það sé ómögulegt að
ákvörðun greinarinnar geti tekið til framvarpa, er borin eru fram af
einstökum mönnum, þar sem stjórnin hvorki getur ákveðið um flutning
þeirra eða meðferð á alþingi.”
Funder álítur, að sambandsnefndin hafi nú, eftir að danska ríkis-
ráðið hefir ekki lengur á hendi meðferð íslenzkra mála, það sérstaka hlut-
verk að vinna, að vaka yfir því, að engar ákvarðanir verði teknar af öðru
ríkinu, sem skaði hitt eða hagsmuni borgaranna.3)
Og Zahle ríkisráðherrann danski hélt því fram í þjóðþinginu, að sam-
bandslögin hafi með dansk-íslenzku nefndinni sett á fót stofnun, sem geti
komið í staðinn fyrir ríkisráðið.4)
Forsætisráðherra fslands, Jón Magnússon lét í ljósi þá skoðun á nefnd-
inni, að hún komi eingöngu stjórninni við, en ekki alþingi. “Hún hefir
ekkert vald, er aðeins ráðgefandi og eg held því, að það geti komið að
því, að nefndin fái nóg af, að gjöra samþyktir, ef hún sér, að ekki er tekið
tillit til þeirra.”5) Knud Berlin álítur, að ef ísland haldi áfram að vera
óvinveitt nefndinni, muni hún ekki geta komið í staðinn fyrir ríkisráðið
eins og óskað hafi verið af Dana hálfu, og þar að auki sé þýðing nefndar-
innar til að undirbúa lög mjög vafasöm á meðan að íslendingar setja 1
hana eingöngu lærða lögfræðinga en enginn af hinum dönsku nefndar-
mönnum sé lögfræðingur.6)
/
Nefndin kemur saman árlega, til skiftis í Kaupmannahöfn og 1
Reykjavík. Hún tengir Danmörku og ísland ekki saman ríkisréttarlega>
heldur er aðeins sem liður í sambandinu milli ríkjanna. Slík nefnd g
vel haldið áfram, eftir afnám samningsins 1918, og gæti orðið fyrirmy11^
líkrar nefndar, sem t. d. yrði sett til samvinnu milli allra norrænna landa-
l)Knud Berlin, Forb. bls. 105. 2)Nefndarálit bls. 31. 3)Funder bls. 219-
4) Folket. Forh. 13. 11. 1918, bls. 1513. Ríkisráðherrann hélt því jafruframt fram,
Danir gætu “varla gjört neina athugasemd við það, að framvegis legði ráðherran^
sérmál Islands fyrir. konung utan ríkisráðs, ef Islendingar álitu það, undir ihinu nyJ
fyrirkomulagi, í samræmi við heiður og hagsmimi landsins, að ráðherrar þeirra neí n
ekki lengur sæti í ríkisráðinu”. Það er erfitt að skilja, hvað danski rikisháðherra ^
hefir átt við með “sérmálum”, þar sem öll mál sjálfstæðs rikis eru sérmál. Og
að Danmörk hafði viðurikent fullveldi Islands, var það óhugsandi, að íslenzkir ra
herrar gætu átt sæti í stjórnarráði erlends ríkis.
5) Knud Berlin, Forb. bls. 108. 6)Knud Berlin, Forb. bls. 108.