Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Blaðsíða 43
UM BJÖRN GUNNLAUGSSON
19
áttan er oft óstöðug á íslandi, sí-
felldar rigningar, þokur, sem hylja
alla fjallsýn o. fl., o. fl. En Birni
tókst þó þetta með ráðsvinnu sinni,
þrautseigju og dugnaði. Um þetta
segir Þorv. Thoroddsen: “Mælinga-
ferðir Björns Gunnlaugssonar voru
hið mesta stórvirki og þrekvirki, og
enginn einstakur hefir unnið eins
mikið að mælingu íslands eins og
hann eða þvílíkt; það er aðdáunar-
vert, 'hve mikið honum varð ágengt
á jafn stuttum tíma með mjög léleg-
um útbúningi og fátæklegum. Hann
ferðaðist aðeins tæpa 2 mánuði ár-
lega í 12 sumur, og hefir þá veðrátt-
an, þokur og rigningar, sem eru svo
tíðar á fjöllum og heiðum og jafnvel
i bygðum, gjört honum margan ó-
leik og tafið fyrir honum.”1) Annað
enn nýrra mat á þessu landmælinga-
starfi Björns má finna í nýútkomn-
um Skírni í grein eftir Steinþór
Sigurðsson menntaskólakennara. —
Þar segir: “Starf Björns Gunnlaugs-
■sonar að Uppdrætti íslands er þrek-
vmki, sem einungis var hægt að
iTamkvæma með ósérplægni og
dugnaði, og auk þess fullkomnum
skilningi á því, sem unnið var að,
mnkum um það að greina aðalatrið-
m frá aukaatriðum. Þessi eiginleiki
er fátíður, og var því fágætari
^yrir 100 árum, sem augu manna
þá voru ekki eins opin fyrir þýðingu
þessa eins og nú er.”2) En um
s.lálfan uppdráttinn segir Þorv.
Thoroddsen: Af Uppdrætti íslands
íékkst í fyrsta sinn yfirlit yfir út-
kreiðslu jökla á íslandi og almenna
þmdafræði hálendisins; framförin
x) Landfræðisaga, IV, bls. 317.
2) Skírnir, 1938, bls. 173.
er stórkostlega mikil í samanburði
við eldri uppdrætti. Björn gekk upp
á fjölda fjallatinda og fékk betra
yfirlit yfir landslag á fslandi en
nokkur maður annar á undan hon-
um, en því miður ritaði hann lítið
sem ekkert um ferðir sínar. Fyrir
jarðfræði íslands hafa uppdrættir
Björns Gunnlaugssonar líka þýðingu
beinlínis og óbeinlínis; útbreiðsla
hrauna og sanda sézt betur en áður;
lega hinna allra helztu eldfjalla var
ákveðin af honum og strandmæl-
endum; hverir og laugar voru víða
auðkendar með sérstökum merkjum
o. s. frv.U Um allt þetta geta
menn sannfærst með því að líta á
hinn fagra uppdrátt, er Bókmenta-
félagið gaf út með ærnum tilkostn-
aði. Eru hinir fyrri uppdrættir eins
og svipur hjá sjón hjá þessum.
II.
Um hitt afrek Björns Gunnlaugs-
sonar, heimsskoðun þá, er hann hef-
ir sett oss fyrir sjónir í fræðiljóði
sínu “Njólu” verður oss nú öllu
skrafdrýgra. Það er lítið að vöxt-
um, liðug 500 erindi, og þau heldur
stirðlega og illa kveðin en því meira
er það að inntaki, nær yfir heim
allan, og það sem meira er lýsir al-
heimsáformi skaparans, og ætlun-
arverki mannsins bæði þessa heims
og annars. Von er því, þótt margur
maðurinn lærði það utanbókar, ekki
síður en kverið, og fyndi ólíku meiri
dýpt í “Njólu” en í kverinu sínu.
“Þegar Björn var ekki við mæl-
ingar,” er haft eftir einum fylgd-
armanni hans, “var hann oftast að
yrkja Njólu og vissi þá oft ekki af
1) Landfræðisaga, IV, bls. 321.