Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Blaðsíða 36
12
TfMAEIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
og æðri en skilningur sumra annara
þjóða. Vér viljum að þeim sé greið-
ur gangur að bókmentúm þjóðar
vorrar, sem, þó lítil sé, er eina þjóð-
in í heimi er, á lifandi máli, á sí-
gildar fornaldar bókmentir, sem af
fræðimönnum eru taldar jafnsnjall-
ar, ef ekki snjallari, því bezta í bók-
mentum fornaldarinnar. Þetta með-
al annars, þráum vér að geti orðið
ævarandi eign niðja vorra í álfu
þessari og hjartfólginn fjársjóður,
er þeir svo fái auðgað með hið vax-
andi þjóðlíf, svo að það megi verða
þróttmeira og fegurra en ella.
Nú byggir land þetta, sem kunn-
ugt er, fólk úr öllum álfum heims og
hefir hvert um sig með sér flutt,
þá siðu, þær hugsjónir, þá tungu,
er tíðkað hefir verið í heimalandi
þess. Standa menn hér því á mjög
misjöfnu menningarstigi, þó ná-
búar gjörist eftir að hingað kemur.
Frá borgaralegu sjónarmiði, er þjóð-
in ein og óskift. En tími sá er enn
eigi kominn að fólk þetta hafi náð
því takmarki að mynda eina þjóð-
ernislega heild, er öðlast hafi sér-
skilin og ákveðin andleg þjóðarein-
kenni, þó, með framtíðinni, að eftir
því sé vonast, að svo megi verða.
Gætir því margbreytilegra skoðana,
á öllum þeim málum er varða fram-
tíðina og áhrif geta haft til að efla
eða hnekkja menningu hinnar upp-
vaxandi þjóðar, á komandi tíð, og
ræður í því efni á hverjum stað fyr-
ir sig, að mjög miklu leyti, hver
þjóðflokkurinn er öflugastur að
fólksfjölda eður efnahag. Nú er það
hin helgasta skylda gagnvart þessu
ríki og hinni uppvaxandi þjóð, að
þeir, er að arfi hafa tekið göfugar
hugsjónir og haldgóða menningu og
hingað hafa flutt, ávaxti þenna arf
sinn og verndi þessar hugsjónir
sínar frá glötun. Nú hagar svo til
hjá oss, að vér erum búsettir meðal
allra þessara þjóðflokka og hefir
þegar komið í ljós, að straumar
þessara áhrifa eru mjög mishollir
voru andlega heilbrigði, og hafa því
orðið þess valdandi, að vér höfum
í sumum efnum verndað miður en
skyldi hinn þjóðernislega arf vorn,
og það gengið svo langt, að jafnvel
hugsjóna lífi voru og tungu hefir
staðið háski af. Áhrifin hafa eigi
fremur borist oss, frá þeim þjóð-
flokkum, er ofar standa í menning-
arlegu tilliti en vér, en hinum, sem
þar standa neðar, og veldur því af-
staða bygðarlaga vorra og nábýli
við hina ýmsu þjóðflokka. Þess-
vegna getur svo farið, ef vér eigi
gjörum neitt til þess að varðveita
þjóðerni vort í framtíðinni, að í
stað þess að taka framförum and-
lega og líkamlega, fari oss svo aftur,
að af því súpum vér og niðjar vorir
um langan aldur.
Það er þessvegna skoðun vor að
íslendingar hér í álfu ættu að bind-
ast samtökum sín á meðal, til að
mynda félagsskap til viðhalds tungu
sinni og þjóðerni, er og jafnframt
hefði það að markmiði að efla sæmd
þjóðar vorrar og virðingu, innbyrð-
is og út á við, í öllum efnum, eftir
þvá sem ástæður leyfðu; er orðið
gæti hvöt mentamönnum vorum í
námi þeirra og vísindaiðkunum, rit-
höfundum vorum styrkur í verki
þeirra og frumkvöðull að því, að
kynna afkomendum vorum og með-
borgurum sögu vora og bókmentir
að fornu og nýju, með fyrirlestra
haldi eða útgáfu þar til kjörinna