Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Blaðsíða 87
ÞJÓÐARÉTTARSTAÐA ÍSLANDS
63
sakað, en var ekki nauðsynleg, þar sem upphaf samningsins 1918 bar með
sér siíka viðurkenningu og hún er endurtekin í 19. gr.1)
Þegar öllum samningnum frá 1918, samkvæmt 18. gr., verður sagt
UPP, — sem eg vík að síðar — þá verða aðeins þessi orð eftir af sam-
bandslögunum: “Danmörk og fsland eru frjáls og fullvalda ríki, í sam-
handi um einn og sama konung”, sem sé, samkvæmt því, sem eg hefi áður
sagt, einungis viðurkenningin á þeirri staðreynd, að ríkin hafi sama
konung.
Funder heldur því líka fram,2) að uppsögnin nái ekki til konungs-
sambandsins. Knud Berlin er þar á annari skoðun;3) en þó virðist mér,
að honum hafi ekki tekist að færa rök að henni. Hann viðurkennir, að
sambandslögin séu ekki skýr í þessu atriði og segir m.a.: “því ef konungs-
sambandið er ekki þáttur í sambandssamningnum, sem er bindandi fyrir
bæði ríkin, heldur einungis skilyrði fyrir samningnum — á sama hátt
°g ísland og Danmörk sem frjáls og fullvalda ríki eru einungis skilyrði
fyrir honum, þá stendur sambandið mjög veikum fótum jafnvel á því
tímabili, sem samningurinn, samkvæmt 18. gr. sambandslaganna, er óupp-
segjanlegur. Því að þá getur hvort ríkið sem er, hvenær sem vera skal
Uu þess að brjóta samninginn, kipt fótum undan sambandslögunum með
uví, að fjarlægja þetta skilyrði þ. e. að stofna lýðveldi í staðinn fyrir
°nungdæmi.”4) Þetta er engin sönnun fyrir því, sem Knud Berlin vill
Sauna. í 2—5 gr. er gjörður samningur, er sýnir það greinilega, að Dan-
niörk og ísland eru í konungssambandi sín á milli. Auðvitað er hægt að
bugsa sér þann möguleika, að annaðhvort ríkið eða bæði verði lýðveldi; en
Sa möguleiki er hinn sami hvort sem konungssambandið í 1. gr. er liður
Sambandslaganna eða ekki. Það væri brot á sambandslögunum, en þyrfti
ekki nauðsynlega að leiða til afnáms þeirra. Þó t. d. Danmörk yrði lýð-
Veldi, myndi konungurinn ríkja eftir sem áður á íslandi, og það er ekkert
vVí til fyrirstöðu, að samningurinn stæði í öllum atriðum, nema um
°nungssambandið milli lýðveldisins Danmerkur og konungsríkisins fs-
ands. Ríkin geta af frjálsum vilja, áður en uppsagnarákvæðið getur
°mið til greina, samið um eitt eða annað atriði og gjört nýjan samning.
Ef
annar hvor aðiljinn bryti samninginn, áður en uppsagnarfresturinn er
^trunninn, væri um samningsrof að ræða, sem gæti leitt til nauðungar-
laðstafana frá hinum aðiljanum.
Knud Berlin er heldur ekki svo viss um, að þær sannanir, er hann
ann nefnUarálitinu er bent á, að íslenzku nefndarmennirnir hafi við byrjun samning-
0g ? stung-ið upp á því, að sérstakur samningur skyldi gjörður um konungssambandið
aefn?nUr Srundvallaratriði sambandsins (nefndarálit bls. 23). Með því að dönsku
hrg, armennirnir óskuðu, að sambandslögin yrðu í því formi, sem þau líka seinna
hvað' féllust íslenzku nefndarmennirnir á það; þeir álitu, að það væri “aukaatriði,
tVena aðferð væri höfð um samþykt sambandslaganna, hvort þau væru í einu eða
nu ia8d, því að form rikjasamninga er hvergi föstum reglum bundið”.
,Funder bls. 217.
3)Knud Berlin Forb. bls. 23.
4)Knud Berlin Forb. bls. 25.