Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Blaðsíða 56
32
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
ur til Winnipeg, því að þangað hafði
faðir minn farið haustið áður. Eng-
inn íslendingur varð okkur sam-
ferða, nema ein stúlka, sem í nokkur
ár hafði verið í vistum í Halifax.
Þegar við komum vestur að stór-
vötnunum, stigum við á skipsfjöl í
Collingwood og fórum til Duluth í
Minnesota, og þaðan á járnbrautar-
lest til Winnipeg. Þá leið fóru víst
flestir íslendingar, sem á þeim árum
fluttust frá Nýja-Skotlandi til Mani-
toba.
Á skipinu, sem við fórum á frá
Collingwood til Duluth, kom dálítið
atvik fyrir, og þótt það væri í sjálfu
sér mjög lítilvægt, þá hefi eg aldrei
getað gleymt því. Og skal eg nú
skýra frá því í fám orðum:
Skipið fór frá Collingwood nokkuð
síðla dags, ef eg man rétt. Um
kvöldið var blíðalogn, heiðríkt loft,
og glaða tunglskin. Farþegar voru
margir, og voru flestir þeirra ensku-
mælandi: Englendingar, írar, Skot-
ar og fólk úr Austur-Canada. —
Þegar á kvöldið leið söfnuðust
nokkrir karlmenn saman á þilfarinu,
aftast á skipinu. Sumir sátu þar á
bekkjum, og aðrir stóðu og hölluðu
sér upp að borðstokknum og töluðu
saman um heima og geima, en aðal-
lega þó um Winnipeg og Rauðárdal-
inn, sem þeir voru að fara til. í
huga mínum er ennþá skýr og glögg
mynd af þessum vel búnu, hraust-
legu mönnum, sem stóðu á þilfar-
inu, í hálf-dimmunni, þetta yndis-
lega og kyrðsæla kvöld. Sumir
þeirra voru ungir og ekki enn sprott-
in grön, aðrir voru að sjá um þrí-
tugt með efrivararskegg, og enn aðr-
ir, miðaldra menn, síðskeggjaðir og
bersýnilega vel ráðsettir, en enginn
þeirra var að sjá hniginn á efra ald-
ur.
Eg veit ekki, hvernig það atvik-
aðist, að eg var alt í einu kominn
inn í hópinn og farinn að ræða við
þann manninn, sem kátastur var og
hátalaðastur. Hann var á að gizka
hálf-þrítugur að aldri, hár vexti og
grannur, fríður sýnum, bjartur yfir-
litum og fullur af fjöri og gáska.
Ekki leið á löngu áður en hann
vissi, að eg var íslendingur. Fór
hann þá að segja mönnum frá því,
að hann hefði verið í Manitoba árið
áður, og að hann hefði kynst þar
nokkrum íslendingum við járnbraut-
ar-vinnu. Sagði hann nú hverja
söguna á fætur annari um viðskifti
sín og þeirra. Voru allar þær sögur
svipaðar íslenzku þjóðsögunum af
þeim Eiríki, Gísla og Helga (Bakka-
bræðrum). Virtust sumir þeirra,
sem hlustuðu á, hafa mikla skemt-
un af þessu, enda sagði hinn ungi
maður vel frá og áheyrilega.
Mér varð það undir eins ljóst, að
þessi glettnisfulli, ungi maður var
að reyna til að stríða mér með því,
að segja þessar ótrúlegu, afkáralegu
sögur. Eg vissi, eða þóttist vita, að
þær væru allar ósannar. Mér rann í
skap, og eg lét hann vita, að mér
mislíkaði við hann. Og eg fór svo
langt, að biðja menn að leggja ekki
trúnað á þennan þvætting, sem eg
væri viss um, að ætti sér engan
stað. Og sjálfsagt hefi eg sagt
margt óviturlegt. Enda gjörði það,
auðvitað, vont verra. Hinn gáska-
fulli, ungi maður kom jafnharðan
með nýjar og nýjar sögur, sem sum-
um af áheyrendum hans þóttu svo
hlægilegar, að þeir ætluðu að
springa af hlátri.