Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Blaðsíða 156
132
TíMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
andaðist hér á almenna sjúkrahúainu 20.
sept. s. 1. Skifti hann upp eignum sinum
milli ýmissa félagsstofnana íslenzkra, er
sýnir hugsun hans og innræti sem Islend-
ings. Hann var maður fáskiftinn, hafði
sig lítið frammi, en sístarfandi, sannur og
trúr, orðheldinn og einlægur. Vona eg og
treysti því, að gjöf þessi haldi uppi heiðri
hans og minningu meðal landa hans hér á
vesturvegum.
Féhirðir mun leggja fyrir þingið fyrir-
spurn og bendingu hvort eigi sé hyggilegt
að ráðstafa sjóðum félagsins, er nú liggja
sem næst arðlausir á banika, á hagkvæm-
ari hátt en hingað til hefir verið gert.
Legg eg til að þingheimur athugi ná-
kvæmlega þær bendingar er hann kann
að gefa.
Rithöfundasjóður
hefir staðið nokkum veginn i stað á
þessu ári. Yfirlit yfir eignir hans er birt
í féhirðis skýrslunni. Auka hefði þurft
við hann eftir því sem kraftar kynnu að
leyfa, þvi engu fé er betur varið en því
sem lagt er til íslenzkra höfunda og bók-
menta hér í álfu.
Söfnun ísl. sagna og munnmæla
Nokkuð hefir verið unnið að þessu máli
á árinu. Milliþinganefnd hefir það með
höndum og leggur fonmaðurinn, séra Sig-
urður ölafsson væntanlega fram skýrslu
yfir það hvað nefndinni hefir orðið á-
gengt með söfnun rita og sagna af þessu
tagi.
Félagsskapur ungra Islendlnga
Hreyfing hófst hér á þinginu í fyrra
meðal yngri tslendinga hér í bæ að
stofna þjóðræknisfélagsskap sin á meðal
hliðstæðan við Þjóðræknisfélagið. Hefir
máli þessu skilað áfram svo, að stofnuð
er nú deild er tekin hefir verið upp í
Þjóðræknisfélagið og er félagatal hennir
birt í þessa árs hefti Tímaritsins. Þá
mun og lögð verða fram skýrsla af for-
manni deildarinnar er skýrir frá þessari
félagsstofnun greinilegar en hér er sagt.
Framtíðarhorfur
út frá þeim vegaskilum sem vér stönd-
um við, fæ eg ekki annað séð en að fé-
lagsskapur vor eigi bjarta framtíð fyrir
höndum. Skilningurinn er að verða al-
mennari á starfi og köllun hans, hugir
manna eru að sameinast um hann, og
hendur eru oss réttar nú, æ fleiri og fleiri
yfir hafið. Ekkert ætti heldur að vera
oss hugstæðara en I sameiningu að rifja
upp fyrir oss æfi og líf þjóðar vorrar og
eftir fremstu getu útfæra sögu hennar
hér á vesturvegum.
Vér höfum mist frá oss mæta stuðn-
ingsmenn og höldum áfram að missa á-
gæt félagssystkyni með ári hverju. En
þau hafa þá líka skilið eftir hjá oss ljúf-
ar minningar og fagrar menjar, sem oss
er gott að eiga. Til dæmis má nefna hinn
góðkunna og vitra bændaöldung Magnús
Hinriksson við Churchbridge er andaðist á
þessu hausti 4. dag nóvember mánaðar.
Hann var stofnandi og sem næst vemdari
deildarinnar ‘‘Snæfell” í Þingvallabygð.
Fyrir rúmu ári síðan gaf hann háskóla
Islands $1,000 á tuttugasta og fimta af-
mælisdegi skólans og nú með erfðabréfi
sínu gefur hann $3,000.00 er leggjast skulu
í sjóð til þess að koma á fót kennara-
embætti i íslenzkum fræðum við háskóla
Manitoba-fylkis. Hann bar jafnan heið-
ur og sóma hinnar islenzku þjóðar fyrir
brjósti, og sjálfur var hann þjóð sinni til
sæmdar, og virðingar um sína daga.
A þessu síðastliðna ári tók rikisstjóri
Canada, Tweedsmuir lávarður, þeim til-
mælum nefndarinnar að þiggja kjör sem
konunglegur heiðursverndari félagsskap-
ar vors (Honorary Royal Patron). I Þvi
máli gekk Dr. J. T. Thorson á milli nefnd-
arinnar og landstjórans. Þökkum vér
landstjóranum þá virðingu sem hann sýn-
ir félagi voru með þessu og þjóð vorrx
yfirleitt. Vér ámum honum allra heilla,
sem og stjórn hans og þessu fósturlanin
voru, sem verið hefir oss “örugt vígi” *
lifsbai’áttunni i 65 ár.
Vil eg svo enda þetta mál mitt með því
að bjóða yður öll velkomin á þetta nitj-
ánda ársþing Þjóðræknisfélags Islendinga
í Vesturheimi. Eg óska og vona að þessn
dagar, sem vér erum stödd hér á þessu
þingi verði yður ánægjulegir og til varan-
legrar gleði.
Það er holt að hafa átt
Heiðra drauma vökunætur