Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Blaðsíða 137
NOKKUR ORÐ
113
hvarf þaðan fljótt burt aftur. Smám
saman bættust aðrir við. Höfðu
sumir þeirar farið vestur í land til
Þingvalla-bygðar og komið þaðan
aftur; aðrir komu beina leið frá ís-
landi, eða höfðu haft lengri eða
skemmri dvöl í Winnipeg. Upp úr
aldamótunum var mikill flutningur
fólks inn í bygðina frá Mikley og úr
ísafoldarbygðinni í Nýja-fslandi,
sem þá lagðist í eyði að heita mátti
vegna flóða. Hér verður að sleppa
að nefna þá, sem síðar komu, enda
eru mér nöfn margra þeirra ekki
kunn.
Eins og í flestum eða öllum ís-
lenzkum bygðum í Canada, hefir
margt fólk fluzt burt aftur úr þess-
um tveimur bygðum, fleira þó úr
Grunnavatnsbygð. Sumir fóru burt
eftir stutta dvöl, aðrir eftir að hafa
búið þar árum saraan. En mestur
varð burtflutningurinn eftir stríðið,
því að þá seldu margir bændur
“lönd” sín og bú afturkomnum her-
mönnum. En eins og kunnugt er,
gekk flestum hermönnum búskapur-
inn fremur illa og fóru þeir flestir
eða allir burt aftur. Hafa sum hin
eömlu landnámsheimili alveg lagst
í eyði og hús á þeim hafa verið rifin
eða flutt burt í heilu lagi, en á sum-
um er aðkomið fólk, enskt, þýzkt
°S af fleiri þjóðflokkum. Hefir
flest af því flutt inn í bygðina á síð-
astliSnum tíu til fimtán árum. Sem
dæmi um fækkun íslendinga í bygð-
inni má geta þess, að við Hove-
Pósthús, sem er syðst í Grunna-
vatnsbygð, eru nú aðeins fjórar ís-
lenzkar fjölskyldur búsettar, en þar
v°ru um eitt skeið ekki færri en
Gmtán íslenzk heimili. Nokkuð
sama má segja um alla bygðina við
Grunnavatn, þó að hvergi hafi verið
eins mikil fækkun og við Hove-póst-
húsið. Miklu minni hefir burtflutn-
ingurinn verið í vesturhlutanum, en
samt nokkur þar líka.
Þorpin tvö, Lundar og Oak Point,
hafa að miklu leyti bygst upp af
fólki, sem áður hefir búið út um
bygðina, og verður auðvitað ekki
með sanni sagt að það fólk sé flutt
burt úr bygðinni. í Lundar-þorpinu
munu vera milli fjörutíu og fimtíu
íslenzkar fjölskyldur, sem áður hafa
búið til og frá um bygðina eða alist
upp í henni að einhverju leyti, og á
Oak Point munu þær vera um tutt-
ugu. Við lauslega talningu telst
mér svo til, að í allri bygðinni, að
Lundar og Oak Point meðtöldum
muni nú vera um eitt hundrað sex-
tíu og fimm íslenzk heimili. Geri
maður ráð fyrir, að það séu til jafn-
aðar fimm manneskjur í fjölskyldu,
þá verða átta hundruð tuttugu og
fimm manneskjur á þessum heimil-
um. Eg skal taka það fram, að eg
hefi talið með heimili, sem eru hálf-
íslenzk, þ. e. a. s. þar sem annað-
hvort maðurinn eða konan er ekki af
íslenzku bergi brotin. Aftur er
nokkuð af einhleypu fólki, sem ekki
kemur til greina í þessari talningu.
Það mun því láta nærri að frá 850
til 900 íslendingar séu heimilisfastir
í allri bygðinni. Hvort þeir hafa
nokkurntíma verið fleiri, veit eg
ekki; bygðin sjálf var fjölmennari
en hún er nú, en þá var Lundar ekki
til, og mjög fáir fslendingar búsett-
ir á Oak Point.
íslendingar hafa aldrei búið einir
út af fyrir sig í þessum bygðum;
þeir hafa frá byrjun landnámsins
verið í nágrenni við enskt fólk og