Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Blaðsíða 69
SHAKESPEARE Á ÍSLANDI
45
Mörg dæmi um orðaleiki er að
finna í Rómeó og Júlíu, t. d. í I.
Þætti 1. atriði. í III. þætti 1. atriði
hefir frumritið:
Tyb. Mercutio, thou consort’st with
Romeo,—
Mer. Consort! what, dost thou make
us minstrels?
Þetta þýðir Matthías:
Tíb. Þú ert ,víst samróma við
Rómeó?
Merc. Samróma! Ætlar þú að gera
okkur að fiðlurum.
Spuming Tybalts verður óeðlileg
í hýðingunni (ætti að vera: M., Þú
6rt í slagtogi með R.!?), en Matt-
hías er nauðbeygður, til þess að
pta látið Merc. snúa út úr orðinu
“samróma.”
Margt fleira mætti til tína en þess
Serist ekki þörf.
En þótt dregin sé frá öll dæmi,
kar sem örðugleikar á þýðingu af-
saka þýðendurnar, þá verður ávalt
6ftir röð af villum, sem slæðst hafa
mn fyrir vankunnáttu, hirðuleysi
eða sérvizku (þýðandans.
Það mun vera leitun á slíkum
vhlum í þýðingu Steingríms. Eirík-
Ur Magnússon, sem var fundvís á
Vlhur, en að vísu aldavinur þýð-
Uudans, kallaði hana snildarþýðingu.
ichard Beck telur hana “afbragð
að nákvæmni, andagift og málfeg-
Urð.”i) yjg samanburð hefi eg ekki
^etað fundið neina ónákvæmni, sem
°rð væri á gerandi.
°ðru m4jj gegnir um þýðingar
.fthíasar. f refsidóminum um
ehó sannaði Eiríkur Magnússon
ig1' SUr- “Aldarminning: Stgr. Thorst.
Sté-v.niSÍ, 1831—19. maí 1931. Þýðingar
9 ii'iíe lhorsteinssonar”, Lögberg 25. júní,
JUIi 1931. (eftir Vísi).
það upp á Matthías, að hann hefði
haft a. m. k. tíu ótvíræðar villur
eftir hinni sænsku þýðingu C. A.
Hagbergs. Auk þess færði Eiríkur
sjálfur marga staði til, er hann taldi
rangt eða losaralega þýdda. Illa
misskilur Matthías t. d. orð Othellos
í I. þætti 2. atriði:
Oth. Keep up your bright swords,
for the dew will rust them.
Matthías: Nei hyljið sverðin, dögg-
in deyfir bitið.
Eiríkur: Berið á lofti yðar björtu
sverð, því ella drepur döggin á
þau ryði.
Eiríkur hneykslast líka mjög á þýð-
ingunni á þessum orðum óthellós í
V. þætti, 2. atriði:
Oth. Not Cassio kill’d. Then murd-
er’s out of tune,
And sweet revenge grows harsh.
Mathías: Nú, Cassio ekki [drep-
inn]: morðið missir þá
Sinn höfuðstaf, og hefndin verður
skothent.
Eiríkur: . . . Þá er morðið hjáróma
Og hefndin sjálf in sæta verður
rám.
“Hér er ekki nóg með því”, —
segir Eiríkur, — “að grundvallar-
hugmynd höfundar, sem er söngur,
er steypt um, og grundvallarhug-
mynd önnur sett í staðinn eftir
höfði þýðanda, sem er rím; — —
heldur er Shakspeare látinn hafa
komið fram á 16. öld á enskt leik-
svið með líkingu, sem heimti hin
þýðingarmestu kjarnyrði sín úr
Háttatali Snorra Sturlusonar!” —
Sjónarmið Eiríks er bæði skiljanlegt
og sanngjarnt, en samt vildi eg
ekki missa þessar línur úr þýðingu
Matthíasar. Því þær eru ekki ein-