Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Blaðsíða 111
TRAUSTIR MÁTTARVIÐIR
87
Á yngri árum hefði Þórhildi þótt
hað fyrirsögn, ef einihver hefði spáð
því, að hún fyndi fegurð í matar-
döllunum í búrinu. Á þeim árum
leitaði hún eftir fegurð ál öðrum
sviðum. Með fullorðins árunum
breytist oft útsýnið, þegar þroski
manna verður sá, að innri sjónin
skapar ytra umhverfi.
Þórhildi hafði fyrir löngu síðan
dreymt barnalega drauma um skáld-
skap. Henni var í blóð borið, eins og
flest öllum íslendingum, að geta
rímað, og fyrir og um fermingar-
aldur lærði hún utan að heilar
kvæðabækur, og orti svo í anda
Þeirra kvæði, sem hún var sjálf hrif-
in af. Flest af þeim kvæðum hennar
voru annaðhvort barnaleg og óþrosk-
uð sorgarljóð, því hugsanalífið var
þokukent, eða íslenzk náttúruljóð
um það, sem fyrir augun hennar
bar, þá og þá stundina. Hún mundi
uúna skýra mynd af íslenzku vor-
kvöldi, rétt um sólarlagið þegar lág
'boka æddi inn yfir landið. Auðvitað
'bafði hún reynt að festa það, sem
fyrir augun bar, í bundnar línur og
«óð. Þórhildur hló með sjálfri sér,
hún mundi en slitring af þessum
vísum sínum, fyrstu vísuna alla:
Upp úr djúpi dalsins
dimmgrá þoka stígur,
tifar á tindum fjallsins
títt hún rís og hnígur,
vefur landið ljósa
loðnum gráum böndum,
alt til fjarstu ósa
út með vog og ströndum.—
Og •svo hafði hún haldið áfram.
okan varð að gullnu hafi þar, sem
bólaði á sólroðna fjallatindana. Þar,
sem loguðu á ljósum öldum leiftur
aftanroða.------Svo fluttist hún
vestur um haf og annað umhverfi
skapaði nýjan hugsunarhátt. Nokkr-
um árum síðar giftist hún Hafliða,
og þess hafði hana aldrei iðrað, en
Ihússtjórn og bústjórn, barnauppeldi
og ýmsar annir út á við, lífið um-
hverfis hana, heimtaði alla krafta
hennar, tíma og athygli. Og glöð
og óbág mætti hún þeim kröfum.
Einstöku sinnum á einverustund-
um kom þó íslenzka unglingsstúlkan
í huga hennar, hún horfði á Þór-
hildi ásökunaraugum, sem sögðu:
“Þú hefir brugðist mér, kviksett
mig á kistubotni ásamt gulnuðum
blöðum.”
Þórhildur hafði æfinlega litið und-
an þessum ásökunaraugum, litið
undan og með hægð ýtt litlu stúlk-
unni, með æskulanganirnar, til hlið-
ar í huga sér. í seinni tíð höfðu þessi
spyrjandi augu elt hana á röndum
og hún vissi að erfiðleikar síðari
ára, áttu sinn þátt í því. En oft-
ast nær var hún samt sannfærð um,
að í hamingjusömu heimilislífi, heil-
brigðu og glöðu starfi, hefði hún
fundið fullnægingu drauma sinna.
Þar sem hún sat núna og starði út
yfir landið, skildi hún að með björtu
augum litlu stúlkunnar, sem reyndi
að yrkja endur fyrir löngu, sá hún
fegurðina umhverfis sig. Aftur sá
hún gullið haf þar sem vestangolan
leið yfir akrana og sveigði kornið í
hægum bylgjum, lengra til lá lín-
akur, sem blikaði eins og blátt stöðu-
vatn. Sólin var að verða kvöldsett
og stafaði í örmjórri skýjarönd, er
lá eins og purpuralit umgjörð langt
út við sjóndeildarhringinn.
Gaman hefði hún haft af því að