Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Blaðsíða 140
116
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
grein, en að lokum var þó frumvarp-
ið samþykt án breytinga. Var þá
dagur að kveldi kominn og fundi
frestað til kl. 8 e. h.
Er fundur var settur var fram-
vísað fyrstu 4 greinum þriðja kafla
(um lögun félagsins). Urðu all-
snarpar umræður um 3. og 4. grein,
að lokum voru þær samþyktar með
stórum meirihluta. Umræður voru
leyfðar jafnt gestum sem fulltrúum.
Snerust ræður um ákvæðin um
“Auka-félaga” og upptöku ung-
menna í félagið. Var fundi að lok-
um frestað til kl. 10 næsta morguns.
Er fundur var settur næsta dag
lagði nefndin fram niðurlagsgreinar
þessa kafla (5—9), er voru sam-
þyktar án breytinga. Aðal umræð-
urnar snerust um 5 gr. (Stofnun
deilda). Með þessari grein hafði
nefrlðin gjört tilraun til að sameina
tvær andstæðar skoðanir er komu í
ljós hjá nefndarmönnum, um fyrir-
komulag félagsins. Vildu sumir að
það væri sambandsfélag hinna ýmsu
bygðarlaga er stofnsettu hjá sér
“heimafélög”, er svo kysu fulltrúa
á ársþingið. Vakti fyrir þeim svip-
að fyrirkomulag og tíðkast innan
hinna ýmsu bræðrafélaga og kirkju-
félaga hér í landi. Með þessu fyrir-
komulagi var fyrir það bygt að ein-
staklingar gætu staðið í félaginu og
skildist mönnum brátt, hve stórkost-
lega það myndi hnekkja útbreiðslu
þess. Aðrir vildu að félagið bygði
eingöngu á einstaklingum, en hafn-
aði hinu fyrirkomulaginu. Var nú
reynt að sameina báðar þessar skoð-
anir, með þessari 5. grein, hlynna að
stofnun deilda, þar sem því yrði við-
komið, án þess þó að réttur deildar-
félaga yrði á nokkurn hátt skerður
innan sjálfrar félagsheildarinnar, en
að félagið sjálft væri eitt og óskift,
og annað og meira en félagsstjórn-
in, — það væri félag íslendinga,
einstakra manna og kvenna, út um
allar sveitir, er viðurkendi jafnan
rétt hvers og eins hvar sem þeir
væri búsettir.
Lausu fyrir hádegi lagði nefndin
fram síðasta kafla laganna (IV.
kaflann) og var hann til umræðu er
fundi var frestað til kl. 2. Er komið
var saman upp úr hádeginu var
brátt gengið frá þessum hluta lag-
anna, og þvínæst lögin öll borin upp
og samþykt, eins og þau höfðu verið
lesin nema fyrsta greinin, — því
eftir var að ákveða nafn félagsins.
Var fyrst stungið upp á að nefna
það “Þjóðernisfélag íslendinga í
Vesturheimi.” Var því andæft fyrir
þá sök að félagsskapurinn kynni að
verða litinn tortryggnis augum af
hérlendum mönnum, er myndu mis-
skilja nafnið og álíta að íslendingar
væri að taka sig út úr í þjóðfélaginu.
Alt þurfti að varast, og ekki mátti
byrja félagsskapinn með því að sá
steinn yrði lagður í götu hans. Að
lokum var stungið upp á að nefna
félagið fslendingafélag, og var það
að síðustu samþykt, þó menn væri
ekki ánægðir með nafnið, þar sem
ýms félög höfðu áður heitið því
nafni og átt skamma æfi.
Var þá gengið til embættiskosn-
inga og þessir kjörnir:
Forseti: Séra Rögnv. Pétursson.
Vara-forseti: Jón J. Bíldfell.
Ritari: Dr. Sig. Júl. Jóhannesson
Vara-ritari: Ásgeir I. Blöndahl
Gjaldkeri: Ásm. P. Jóhannsson
Vara-gjaldk.: Séra Albert E.
Kristjánsson