Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Blaðsíða 144
120
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
lagsins; er þá umsækjanda þar með
veitt upptaka í félagið.
6. gr. Stjórn heimafélags skal
heimta saman öll gjöld, eður árstil-
lög, félaga sinna og gjöra greið skil
til fjármálaritara samkvæmt lögum
þessum. Þó skal henni heimilt að
halda eftir % árstillagsins, heima-
félaginu til styrktar og uppihalds.
7. gr. Félagar skulu hafa goldið
árstillög sín fyrir hver árslok; hafi
þeir eigi goldið skal krefja þá bréf-
lega; gjaldi þeiri eigi á öðru ári,
skal krefja þá enn bréflega, og ef
þeir hafa þá eigi goldið innan árs,
skulu þeir vera úr félaginu.
8. gr. Nú vill einhver félags-
manna segja sig úr félaginu, þá skal
hann tilkynna forseta það bréflega,
en forseti skýri frá því á fundi og
skrifari bóki það. Þó skal úrsögn-
inni fylgja skýlaus kvittun þess efn-
is, að félagsmaður sé skuldlaus við
félagið.
9. gr. Gjörist meðlimur brotleg-
ur við grundvalalrlög þessi, svo að
félaginu geti stafað hætta af, má
víkja honum úr félaginu. Þó skal
mál hans hafa verið nákvæmlega
ranhsakað ,og tillaga verið borin upp
þess efnis, af félagsstjórninni á árs-
fundi félagsins. Hljóti tillagan sam-
þykki tveggja þriðju hluta félags-
manna á fundinum, skal sakborn-
ingi vísað burt úr félaginu.
IV. KAFLI.
Fjárhagur, fundir, lagabreytingar
o. fl.
1. gr. Fjárhagsár félagsins skai
fylgja réttu ári og talið vera frá ný-
ári til nýárs, og skulu fjáramálarit-
ari, féhirðir og skjalavörður hafa af-
greitt skýrslur sínar til yfirskoðun-
armanna eigi síðar en við miðjan
janúarmánuð ár hvert, svo að yfir-
skoðun hafi náð fram að fara fyrir
aðalfund félagsins.
2. gr. Félagsmenn skal kalla til
fundar með auglýsingum, er birtar
skulu í öllum íslenzku vikublöðunum
í Winnipeg, með mánaðar fyrirvara,
þegar um aðalfund ræðir, en með
þriggja vikna fyrirvara, ef um auka-
fund er að ræða, og skal í þeim skýrt
aðalefni þeirra mála, er forseti ber
upp fyrir fundi.
3. gr. Aðalfund skal félagið eiga
í febrúarmánuði ár hvert, á þeim
tíma er félagsstjórnin ákveður. Þar
skulu lagðar fram þær skýrslur og
kosið í þau embætti, sem lög þessi
fyrirskipa. Á fundunum skal alt
fara fram á íslenzku; þó skal útlend-
um mönnum eða auka-félögum svar-
að á þá tungu, er þeir skilja. Þá er
lögmætur fundur, þegar 25 eru á
fundi, þeirra, sem atkvæði eiga.
4. gr. Forseti kveður menn til
aukafunda, þegar hann álítur nauð-
syn til bera; en skyldur er hann til
þess, þegar tíu eða fleiri félagsmenn
krefjast þess.
5. gr. Afl skal ráða úrslitum með
félagsmönnum, þar sem eigi er öðru-
vísi ákveðið með atkvæðagreiðslu;
forseti ræður á hvern hátt atkvæði
sé gefin; atkvæði forseta sker úr,
þegar jafnmargir eru saman.
6. gr. Breyting má gjöra á lög-
um þessum á hverjum aðalfundi fe-
lagsins, með því að breytingin hafi
verið borin upp og rædd á aðalfundi
félagsin árið áður.”
Eins og við rnátti búast, komu
fram ýmsar ósamhljóða raddir
gagnvart stofnun félagsins, meðan