Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Blaðsíða 40
16
TfMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
öðrum félögum, þar sem um aðalfé-
lag og undirfélög er að ræða, ef þau
sjálf ákveða að svo skuli vera.
3. Ársgjald skal vera tveir doll-
arar fyrir hvern mann eða hverja
konu, sem í félaginu er, hvort sem
hann eða hún er meðlimur allsherj-
arfélagsins eða einhvers undirfé-
lags, þeir sem vilja gjörast meðlim-
ir æfilangt, geta það með því að
borga 50 dollara gjald til félagsins
eitt skifti fyrir öll.
4. Hverri félagsdeild sem stofn-
uð kann að verða, skal stjórnað af
nefnd, sem hún kýs sér sjálf. í
nefndinni skulu vera forseti, skrif-
ari, féhirðir og tveir meðráðendur.
Einnig skal hver deild hafa vald til
að kjósa sér hverja aðra starfsmenn,
sem hún álítur nauðsynlega.
Hver deild hefir algjörða sjálf-
stjórn í öllum sínum málum, en
aldrei mega gjörðir þeirra koma í
bága við tilgang allsherjar félagsins.
Starf undirdeilda skal vera einkum
það, að sjá um íslenzku kenslu, hver
í sinni bygð, að sjá um bókasöfn
og þesskonar, er þær kunna að koma
á fót, eða sem kunna að koma undir
þeirra yfirráð, þar sem íslenzk
bókasöfn eru nú til; og ennfremur
að framkvæma hvað annað, sem þær
álíta tiltækilegt sé að gjöra íslenzku
þjóðerni og máli til viðhalds.
5. Allsherjar félagið skal halda
ársfund á tilteknum stað og tíma;
skal hver deild kjósa fulltrúa fyrir
hverja 50 meðlimi til að mæta þar.
Ársfundur kýs stjórn fyrir allsherj-
ar félagið, og skulu níu ménn eiga
sæti í henni. Nefndin kýs sér em-
bættismenn, og skulu þeir vera:
forseti, vara-forseti, skrifari, vara-
skrifari, féhirðir og vara-féhirðir.
6. Stjórn allsherjar félagsins
skal framkvæma alt, sem henni er
falið á hendur, á ársfundi félagsins
og sem lýtur að starfi félagsheild-
arinnar, eða hvað annað sem árs-
fundur gefur henni vald til að fram-
kvæma, svo sem: útgáfu bóka og
ársrits, kenslu í íslenzku við háskóla,
stofnun íslenzkrar deildar við lista-
safnið hér í Winnipeg o. fl.
7. Sérhver deild skal gjalda árs-
skatt til allsherjar félagsins, sem
nemi einum dollar af hverjum með-
lim.
Ofanskráð atriði eru lögð fyrir
hina háttvirtu þrjátíu manna nefnd
aðeins sem bendingar, er hún geti
stuðst við, við undirbúning máls-
ins fyrir fund þann, er boðaður hef-
ir verið 25. marz næstkomandi.
Samkvæmt fundarboðinu, hófst
stofnfundur Þjóðræknisfélagsins að
kveldi þriðjudagsins 25. marz 1919,
í samkomuhúsi Goodtemplara í
Winnipeg (Hkr. 3. apríl 1919). —
Fundur var settur kl. 8. Mættir
voru 32 erindsrekar frá hinum ýmsu
bygðarlögum, auk þeirra 15 frá Win-
nipeg, er kjörnir voru á fundinum
18. marz, og áður getur. Fjölda
margir fulltrúar bættust við morg-
uninn eftir, einkum úr Álftavatns
og Grunnavatnsbygðum vestan
Manitoba-vatns og Nýja-íslandi. —-
Alls voru þar fulltrúar saman komn-
ir frá 22 stöðum utan úr sveitum, —-
Dakota, Saskatchewan og Manitoba.
Svo fjölment var gesta, áður en
fundurinn tók til starfa, að færri
fengu sæti en vildu. Fundarstjóri
var kosinn Jón J. Bíldfell og skrif-
ari séra Guðm. Árnason. Skýrði
(Framhald á bls. 115)