Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Blaðsíða 163
NÍTJÁNDA ÁRSÞING ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS
139
bðrum aðstandendum hluttekningu sína
og samúð.
Mestu af tekjum deildarinnar hefir ver-
ið varið itil að auka og endurbæta bóka-
safnið.
Félagatalan mun hafa komist niður í
16 á síðasta ári, en á aðalfundi, er haldinn
var 5. febr. s. 1. taldi deildin 20 gilda
meðlimi. Stjórnarnefnd: forseti, Björn
E. Hinriksson; ritari, Einar Sigurðsson;
féhirðir, Gísli F. Gíslason. Bókaverðir:
G. J. Markússon og G. C. Helgason.
Ohurchbridge, Sask., 10 febr. 1938.
Vinsamlegast,
Einar Sigurðsson, ritari
Tillaga J. J. Bíldfells og B. Dalmans að
skýrslan sé viðtekin og þökkuð. Samþ.
Vara ritari gaf þá lokaskýrslu um Land-
nema Minnisvarðann á Gimli. I sjóði frá
fyrra ári voru $28.42 en ógoldin reikning-
ur að upphæð $81.75 frá Gunnari J. John-
son. Hafði Þjóðræknisfélagið greitt $40.00
úr sjóði i viðbót við peninga þá er voru
eftir i minnisvarða sjóðnum, og fengið
kvittim að fullu fyrir skuldinni frá G.
Joihnson. Væru nú allar skuldir borgaðar
°g minnisvarðinn afhentur Gimli-bæ, sem
mundi hafa eftirlit með honum framveg-
is samkvæmt aukalögum sérstaklega
sömdum í þá átt.
Einnig gaf vara-ritari skrá yfir muni
er gefnir höfðu verið í minjasafnið á
árinu og eru þeir þessir og gefendur:
Mrs. ASTA NORDAL, Hólar, P.O., Sask.:
Þ Rjómaskeið úr silfri úr búi séra Há-
konar Espólíns.
2- Signet úr silfri úr búi séra Hákonar
Espólíns.
Skotthúfa með gullhólk er átti Xngi-
björg, seinni kona Hákonar Espólíns.
4- Húfuprjónar úr silfri, er áðurgreind
Ingibjörg átti.
Signet úr kopar er var eign Árna
Torfasonar.
Skotthúfa með silfurhólk er var eign
Sigríðar Hákonardóttir Espólíns.
MAGNCrS MAGNÚSSON, Winnipeg:
Sylgja og hringja.
JÓN JÓNSSON, Selkirk:
Gömul byssa, einhleypt.
Afhent af séra Sigurði ólafssyni, Arborg:
Kopar mortél og stautur.
Er hér var komið var nær hádegi og
gerði Á. P. Jóhannsson tillögu og R. Beck
studdi að fundi sé frestað til kl. 1.30.
Samþykt.
ANNAR FUNDUR
Settur kl. 1.45. Fundargerð frá fyrsta
fundi lesin og samþykt, með tillögu frá
Th. Thorfinnsson og Á. P. Jóhannsson.
Séra Guðmundur Arnason bað um fyrir
hönd Rithöfundasjóðsnefndar, að mega
leggja fram skýrslu síðar á þinginu.
Eiftii'farandi skýrsla frá Dagskrárnefnd
var þá lesin og samþykt.
Skýrsla Dagskrárnefndar
Nefndin lcggur til að fylgt verði aug-
lýstri dagskrá blaðanna sem er þessi:
1. Þingsetning; 2. Skýrsla forseta; 3.
Kosning kjörbréfanefndar; 4. Kosning
dagskrámefndar; 5. Skýrslur embættis-
manna; 6. Skýrslur deilda; 7. Skýrslur
milliþinganefnda; 8. útbreiðslumál; 9.
Fjármál; 10. Fræðslumál; 11. Samvinnu-
mál; 12. útgáfumál; 13. Bókasafn; 14.
Kosning embættismanna; 15. ólokin störf;
16. Ný mál; 17. Þingslit; að því viðbættu
að beiðni frá Landkynningar skrifstofu Is-
lands um söfnun á blaðagreinum á ensku
sem sérstaklega snerta Island, sé vísað
undir 11. lið dagskrárinnar—samvinnumál.
A þjóðræknisþingi 22. febrúar, 1938.
B. E. Johnson
Á. P. Jóhannsson,
Riohard Beck
Útbreiðslumál
Dr. Richard Beck gerði tillögu, S. Vil-
hjálmsson studdi að þessi liður dagskrár
sé settur í 3 manna nefnd er forseti skipi.
Samþ. Tilnefndi forseti þessa: 3éra Guðm.
Arnason, séra Jakob Jónsson og Kristján
Indriðason, Mountain, N. Dak.