Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Blaðsíða 47
UM BJÖRN GUNNLAUGSSON
23
427. Þyngdin saman þrýstir mold,
þyngd svo hnoða vindur,
þyngd um röðul þeytir fold,
þjmgd sál-mekki bindur.
Spyrji menn nú að lokum, hvað
það sé, sem valdi öllum þessum dá-
semdarverkum, þá svarar Björn
Gunnlaugsson því, svo sem vænta
mátti, á jþá leið, að það sé máttur
og vizka Guðs, er valdi því, þó
þannig, að það sé eins og það geri
sig sjálft:
430. Allt er hendi þinni þjált,
(það oss himinn tjáði)
eins og geri allt sig sjálft,
æðsta þó með ráði.
431. Eilífs lífs hér æðstan nú
undirbúning kenni;
rúms og tíðar tjöldin þú
tíguieg út spennir.
432. Myndar agnir mótspyman
af mætti þínum snjalla;
þú svo lætur þyngdina
þessar saman kalla.
433. Saman festir síðan þær
samloðunar-bandi;
í rafurmagni ljós þú ljær
og lífs yl óþrjótandi.
434. Lögð er þannig listum með
lífsins gróðrarstía,
unz að kvdknar enn óséð
eilíft fjörið nýja.
435. ö, hvað þitt er alvald gilt,
umskyggt tignar-húmi!
Æ, þú málar eins og vilt
öfl í tíma og rúmi.
Þannig eru það þá aflgeislar al-
^iættisins, er í öllu búa, spyrna hver
við öðrum og halda þó öllu saman
lnnan ákveðinna vébanda. En það
er þetta átak almættisins, eins og
segir í athugasemdunum, er skapar
allt hið áþreifanlega, sýnilega og
heyranlega jafnt á himni og jörðu.
Þessi sístreymandi aflmóða eða al-
magnið, eins og hann tíðast nefnir
það, ber þess vitni, að — “alheimur-
inn sé eintómur, gagntær, guðdóm-
legur kraftur eða vilji, en ekki mein-
ingarlaust sjálfstætt og óþjált efni,
eins og Plató hélt.” (sbr. Fjölni, 1.
ár, 103 og 106 bls.). Því er þetta
almagn Guðs í raun réttri undir-
staða alls, sem er, lifir og hrærist.
En þar með erum vér komnir að
því, er gefur öllu þessu alheimssig-
urverki tilgang sinn, að lífinu og
ódauðleikanum.
V.
Nú hefði líffræðingurinn að réttu
lagi átt að setjast á rökstóla til þess
að skýra frá upptökum og þróun
lífsins. En líffræðin var ekki svo
langt á veg komin, þegar þetta
fræðiljóð var samið, að upptökum
lífsins yrði lýst, og þróunarkenn-
ingin þá ekki orðin svo kunn, að
með hana mætti fara í ljóði. Því
gætir hvorugs þessa í Njólu beinlín-
is, og orðið “þróun” kemur þar
hvergi fyrir. En furðanlega kemst
Björn þó nærri þessu. f athuga-
semdunum aftan við talar hann um
5 stig tilverunnar: 1. Tilveran sem
frumefni, 2. Jurtalífið, 3. Dýralífið,
4. Skynseminnar líf og 5. Andlega
lífið. Kallar hann þessi stig tilver-
unnar lífsveldi og segir að lífið glæð-
ist eða blómgist þannig stig af stigi.
Hér er því um augljósa þróun að
ræða, og ekki einungis í þessum
heimi, heldur og annars heims, því
að síðustu orð höf. eru þessi: “Eins
trúum vér, að gangi til í öðrum