Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Blaðsíða 91
ÞJÓÐARÉTTARSTAÐA ÍSLANDS
67
réttið”, danskir ríkisborgarar, hvorki frá þjóðréttar- eða ríkisréttarlegu
sjónarmiði.”1)
Einar Arnórsson hefir skýrt málið greinilega.2) Hann skrifar á
þessa leið: “Jafnréttisákvæðin í 6. gr. hafa alt of oft leitt til misskilnings,
að því leiti sem það hefir verið ranglega álitið, að Danmörk og ísland
hefðu sameiginlegan ríkisborgararétt. — Sambandslögin segja sjálf, bæði
beint og óbeint, að hvort ríkið um sig hafi sína eigin ríkisborgara (6., 15.
og 16. gr.) og sömuleiðis sína eigin löggjöf um ríkisborgararéttinn. Þar
að auki er því stundum haldið fram, að munurinn á íslenzkum og dönskum
ríkisborgararétti sé enginn, vegna þess að ríkisborgarar beggja landa
hafi jafnrétti. Þrátt fyrir jafnréttið kemur þó munurinn á dönskum
og íslenzkum þegnum greinilega í ljós. Danskur ríkisborgari er ekki
skyldur að gegna herþjónustu á fslandi, en það má kalla hann heim til
að gegna herþjónustuskyldu sinni í Danmörku; en það verður íslenzkur
ríkisborgari ekki. Danskur ríkisborgari er framseldur Danmörku, ef
hann hefir drýgt glæp í Danmörku, en aftur á móti er íslenzkur ríkis-
borgari hvorki af þeirri né neinni annari ástæðu framseldur Danmörku.
íslandi ber engin skylda til, að taka á móti dönskum ríkisborgurum, sem
reknir hafa verið úr landi erlendis, en aftur á móti verður það, að taka á
móti sínum eigin ríkisborgurum þegar svo stendur á. Dönskum borgara,
sem búsettur er erlendis, er ekki hægt að refsa á íslandi fyrir samsæri,
sem framin eru gagnvart því erlendis. Danskur ríkisborgari gæti ekki
krafist styrktar af íslenzkum fulltrúum erlendis. Hið sama gildir um
íslenzka ríkisborgara gagnvart dönskum fulltrúum erlendis, þó er sá munur,
að danskir fulltrúar erlendis eru skyldir til að styrkja íslendinga, vegna
þess, að Danmörk samkvæmt sambandslögunum fer með utanríkismál
íslands.”
§5. Utanríkismálin.
ísland hefir samkvæmt samningnum 1918 umráð yfir utanríkismálum
sínum, sem leiðir af fullveldi þess og hlutleysi (19. gr.). Þett* er skýrt
tekið fram í 7. gr. og er svo komist að orði: “Danmörk fer með utan-
í'íkismál íslands í umboði þess”. f samningnum 1918 er ekkert ákvæði,
sem réttarfarslega hindrar það, að ísland skipi sinn eigin utanríkisráð-
herra, enda í rauninni gjörir það líka þannig, að forsætisráðherra íslands
er utanríkismálaráðherra, þar sem hann ber stjórnarfarslega ábyrgð á
utanríkismálunum. Með íslenzkum konungsúrskurði, 29. desember 1924,
eru utanríkismál íslands lögð í hendur hinum íslenzka forsætisráðherra.3)
1 ílsland setti 6. október 1919 lög um hdnn islenzka ríkisborgararétt, sem voru í gildi
frá 1. desember 1918.
2) Einar Arnórsson, bls. 74.
3) ! Ahnanach de Gotha, 1934, bls. 1105, stendur, að íslenzki forsætiráðherrann hafi
a hendi meðferð utanrikismála og fjármála.