Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Blaðsíða 100
76
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
ekkert því til fyrirstöðu, að ríki, sem hafa stórra hagsmuna að gæta á
íslandi, skipi sérstaka sendiherra í Reykjavík, sem konungurinn veiti mót-
töku sem konungur íslands.1) f 9. gr. samningsins 1918 er ákvæði um, að
skipun myntarmálanna skuli vera sú sama, er gilt hafi fyrir bæði ríkin til
þess tíma, meðan skandinaviska myntarsambandið standi. Nú er komin
sú breyting á það, að ísland slær sína eigin mynt, og nú eru hvorki danskir
peningar á fslandi né íslenzkir í Danmörku löglegur gjaldmiðill. —-
Hæstiréttur í Danmörku átti að vera æðsti dómstóll í íslenzkum málum,
þar til ísland stofnaði sérstakan hæstarétt (10. gr.). Strax árið eftir að
samningurinn var gjörður stofnaði ísland sinn eigin hæstarétt.
Vernd hinnar íslenzku landhelgis átti samkvæmt 8. gr. samningsins
1918 að vera í höndum Danmerkur og undir dönskum fána, þangað til
ísland ákvæði, að taka þær að nokkru, eða öllu leyti í sínar hendur og á
sinn kostnað. Nú hefir ísland sjálft 3 vopnuð skip til gæzlu fiskiveiðanna
við strendur landsins.2)
í 12. grein samningsins 1918 var ákveðið, að önnur mál er varði bæði
ríkin, svo sem samgöngumál, verzlunarmál, tollmál, siglingar, póstmál,
síma- og loftskeytasambönd, dómsmál o. fl. skuli verða ráðstafað með sér-
stökum samningum milli ríkjanna, sem líka hefir verið gjört við ýms
tækifæri.
Það var þó harla ónauðsynlegt, að setja þetta í samninginn. Milli-
ríkjamál eru altaf afgreidd með samningum.
Samkvæmt 14. gr. var fjárhagsmálunum milli fslands og Danmerkur
ráðið til lykta þannig, að Danmörk greiddi 2 miljónir kr. úr ríkissjóði í
tvo menningarsjóði. í nefndarfrumvarpinu er bæði ríkin veittu forstöðu,
1908, hafði Danmörk boðist til að greiða fslandi í það heila 1.5 miljónir
króna, án þess þó að viðurkenna með því réttarkröfu fslands til þessa fjár.
En 1918 var 14. gr. rökstudd með því, að samkomulag sé fengið um það>
að “öll skuldaskifti milli íslands og Danmerkur, sem menn hefir greint á
um, hvernig til væru komin, eigi að vera á enda kljáð.3)
Knud Berlin finst það sanngjarnt, að ísland var árið 1918 leyst frá
allri hlutdeild í dönsku ríkisskuldunum, þar sem “ísland, sem ósjálfstæð
hjálenda, hafði engin áhrif haft á ákvarðanir um hin sameiginlegu út-
1) Einar Amórsson, Völk. bls. 68.
2) Ár hvert kemur þó, eins og áður, danskt strandvarnarskip. Danmörk hefði haft
rétt til ,að hætta við strandvarnimar, þegar Island eignaðist sín eigin strandvarnar-
skip. Það varð að samkomulagi, að engin breyting skyldi gjörð vera fyrst um 0*nib
meðan Island ekki óskaði þess. Þegar það kemur fyrir verður danska strandvarna
skipið kallað heim.
3) Danska einokunarverzlunin, sem gjörði fjárhag Islands mikið tjón, hefir verið [a?f0
sökuð nákvæmlega í ritinu: “Einokunarverzlun Dana á Islandi 1602—1787” eftir J
Aðils; þýtt hefir á dönsku Friðrik Ásmundsson Brekkan, Kaupmannahöfn 1927.