Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Síða 75
SHAKESPEARE Á ÍSLANDI
51
inn, því þeir rugla íslenzku orðaröð-
inni og gjöra versið þyngra
í m u n n i en stundum er hentugt
að það sé. ’ En leikarnir, sem hann
þýddi eru þessir:
1. Þrettándakvöld, Twelfth Night;
or What You Will.
2. Sem yður þóknast, As You Like
It.
3—4. Henrik konungur IV. Sögu-
leikur, King Henry IV., First
and Second Part.
5. Kaupmaðurinn í Feneyjum, The
Merchant of Venice.
6. Jónsvökudraumur, A Midsum-
mer Night’s Dream.
7. Vetraræfintýrið, The Winter’s
Tale.
8. Mikil fyrirhöfn út af engu,
Much Ado About Nothing.
9. Júlíus Cæsar, Sorgarleikur, —
Julius Cæsar.
10. Líf og dauði Richards konungs
III, The Tragedy of King Rich-
ard III.
11-—13. Henrik konungur VI. I.—
III. partur, King Henry VI. I.—
III. Part.
14. Cymbeline.
Indriði þýddi flest af þessum
leikritum fyrir leikhúsið íslenzka,
nenia helst Henrikana, sem hann
bjóst ekki við að mundu verða leikn-
ir- Ekki leið heldur á löngu þar til
Leikfélag Reykjavíkur réðst í að
sýna fyrsta Shakespeare sjónleik-
inn, Þrettándakvöld, undir leik-
stjórn Indriða Waage, dóttursonar
Indriða.
Frumsýning leiksins var á af-
ftiælisdegi Shakespeares föstudaginn
apríl, og var til hennar vandað
eftir föngum. Meðal annars gaf
Leikfélagið út leikskrá1) með ítar-
legum ritgerðum um Shakespeare
(“Svanurinn frá Avon”), um leik-
hús og leiksviðsútbúnað o. fl. á dög-
um Shakespeares og fyrir hanis
daga; auk stuttrar greinar um Eng-
elbert Humperdinck, er setti músík
við texta Shakespeares. Loks eru í
leikskránni prentaðir “Söngvar úr
“Þrettándakvöld” ”.
Leiknum var tekið mjög vel og
gekk hann í 14 kvöld þá um vorið.)2
Af leikendum dáðust menn helst að
Indriða Waage sem Malvolio, Soffíu
Kvaran sem Víólu og Ágúst Kvaran
í hlutverki fíflsins (Sunnudagsblað-
ið, 2. maí 1926 eftir Áskel), aðrir
nefndu til Brynjólf Jóhannesson
sem Andrés Bleiknef og svo auðvit-
að hinn gamalkunna og ástsæla
skopleikara Friðfinn Guðjónsson
sem Tobbías Hiksta (Mbl. 25. apr.
1926).
Næsta ár hélt Leikfélag Reykja-
víkur þrjátíu ára afmæli sitt hátíð-
legt með leiksýningum dagana 22..—
25. mars 1927, og var Þrettánda-
kvöld einn af þeim leikjum, leikið
24. mars og 18. apríl með svipuðum
1) Leikfjelag Reykjavíkur XXII. Leik-
árið 1925—26, 5, 32 bls. Sama leikskrá
var notuð næsta ár óbreytt nema að dag-
setningu (XXIII. Leikárið 1926—27, 8) og
hlutverkaskrá, hvorttveggja var límt inn í
gömlu skrána.
2) Sjá Morgunblaðið, 21. apr. 1926
(“Merkur leikviðburður”, eftir Al. Jó-
hannesson), 25. apr. 1926 (“Þrettánda-
kvöld”, eftir J. B.), og Vísi 21. apr. 1926
(“Fyrsta Shakespearesýning hér á landi,”
eftir E.), 28. og 29. apr. 1926 (“Þrett-
ándakvöld, eftir Shakespeare,” eftir
G(uðbr.) J(ónsson), merk grein); sbr. og
Dagbiaðið, 23. apr. 1926; Alþýðubl. 26.
apr. 1926; Lögrétta, 27. apr. 1926; Vörður,
1. maí 1926 (eftir A. Þormar).