Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Blaðsíða 72
48
TÍMARIT Þ J ÓÐRÆKNISFÉL AGS ÍSLENDINGA
um miklu fremri, en þó get eg ekki
betur séð, en að honum fatist stund-
um hagmælskan. Og engum er það
gefið eins og Matthíasi að í s-
1 e n s k a Shakespeare í orðsins bók-
staflegustu merkingu. Um það má
deila, hvort þá sé þýtt vel, er manni
heyrast íslenzkir þjóðkvæðatónar
og rímna-stemmur úr þýðingunni.
En um það verður ekki deilt, að sú
þýðingin hlýtur að standa íslend-
ingum næst. Og Matthias einn
kunni að þýða svo.
V.
1. Þögnin, sem varð um Shake-
speare, eftir að síðasta leikrit Matt-
híasar kom úr 1887, varð löng. Menn
realismans litu ekki við að þýða
hann, — lengi vel. Þorsteinn Gísla-
son hefir þýtt “Vorvísur”,1) “mjög
lauslega”, en frumkvæðið er alls
ekki eftir Shakespeare.
Stephan G. Stephansson orti á-
gætt kvæði um “Ræningjann”
Shakespeare2) 1903:
Hann líktist ei víking sem vofði
yfir strönd,
Hann vóg ei til fjár eða brendi—
Þó sópaði ’ann óheimilt Evrópu lönd
Með ófrómri ræningja hendi.
Sennilega besta Shakespeare-gagn-
rýni, á íslenzku!
Og 1916 þegar 300 ára dánaraf-
mæli Shakespeares var hátíðlegt
haldið á dánardag hans 23. apríl um
England og allan hinn (mentaða
heim, þá var Matthías Jochumssyni
boðið til hátíðarinnar, sem elsta þá-
lifandi þýðanda Shakespeares. —
1) Ljóðmæli Rvík. 1920, bls. 227.
2) Andvökur I. Rvík. 1909, bls. 168—
170.
Matthías gat ekki farið, meðal ann-
ars vegna stríðsins, en hann sendi
flokk mikinn undir fornyrðislagi til
Englands, og átti flokkurinn að
koma í minningarriti um Shake-
speare (Book of Homage). En held-
ur ekki kvæðið kom í tæka tíð, en
það var prentað með enskri þýðingu
eftir prófessor Israel Gollancz í
Times Literary Supplement1) og auk
þess sérprentað í fjórðungsbroti
undir titlinum: 1616—1916. On the
Tercentenary Commemoration of
Shakespeare. Ultima Thule Sendeth
Greeting. An Icelandic Poem by
Matthias Jochumsson with transla-
tion into English by Israel Gollancz.
Humphrey Milford. Oxford, Uni-
versity Press [1917] [11. bls.].
Er þetta upphaf að:
Heill þér Albion!
Ultima Thule
sendir s a 1 u t e m
Shakespeare’s móður,—
sendir salutem
—sól og stjörnur
vitni séu—
veröld allri.
Annars verður að vísa mönnum í
kvæðið sjálft, sem á ekta Matthías-
ar vísu í Völuspár stíl rekur kynni
hans af Shakespeare og ræður Eng-
lendingum að hlíta viturra manna
málum í styrjöldinni.
Og loks, rétt í stríðslokin kom ný
og nýstárleg Shakespeare þýðing
fram á sjónarsviðið, í Skírni (1918,
92: 89—108). Það var “Bálför
Sesars” [Julius Cæsar Act III. Sc.
1) Sjá óðinn 1916, 12: 27—29 (Willia»
Shapespeare [grein]) og óðinn 1925, 21:
7—8 og M. Joch, Ljóðmæli Rvík. 1936. bls.
162—164.