Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Blaðsíða 121
SKÁLDIÐ JÓN RUNÓLFSSON
97
yrtur gat hann verið og hittinn,
þegar hann vóg í ljóði að hræsni og
hégómadýrkun, einkum í lausavís-
um sínum. Gott dæmi slíks er stak-
an “Mannkærleiksmaðurinn”:
“Ef náungann sjer hann í nauðum staddan,
svo nakinn og svangan, sem enginn lét
gladdan,
hann fer o’n í vasann — hann verður svo
frá sér —
og vatninu snýtir úr nösunum á sjer.”
í öðrum vísum hans er gamanið
græskulausara, svo sem í stökunni
“Aumingja Stjana” sem víðfleyg
er orðin, og mun, eins og fleiri slíkar
vísur hans, lifa lengi á vörum
manna.
Skal þá snúið upp öðrum fleti á
skáldskap Jóns. Vikið var að því,
að hann hefði eigi ort margt tæki-
færiskvæða; í ljóðsafni hans eru þó
nokkur prýðisgóð kvæði af því tagi,
t. d. “Til séra Jóns Bjarnasonar” og
þá ekki síður “Stefjabrot um Einar
Jónsson” (myndhöggvara). Er auð-
sætt, að skáldið hefir kunnað að
meta þennan djúgúðuga 'hugsuð og
sjáanda meðal íslenzkra listamanna;
fyrirtaks tilþrif eru sérstaklega í
lokaerindi kvæðisins:
“Því efst upp að Sökkvahekks helgum
hörgum
hans hugsjónir flugu og sókndjörf þrá
sem hvitir fálkar að himinbjörgum,
er heiðblámann fleygustu vængjum
slá;
en valfleyg hugsjón, í þrá við þrautir
°g þyngstu búsifjar, ryður sjer brautir.
Nú stendur hann eins og stuðlabjörgin
og stöpull frægðar og sæmd vors
lands,
því myndirnar sínar hann hjó við hörginn
er í hugsjá andans hann sá,
og lifa í listverkum hans.”
í þessu kvæði Jóns rennur aðdáun
hans á hinum haukskyggna íslenzka
listamanni og ást skáld/sins á íslandi
í einn farveg. “Fjallkonan tignprúð
á stuðlabergs stóli, með stjarnfjall-
að skautið hvítt sem mjöll”, er hon-
um nálæg þegar hann yrkir um
óskmög hennar. Ekki hafa henni
heldur verið sendar margar þýðari
eða fegurri kveðjur heim um haf
heldur en “Zefýrus” Jóns. Sökum
fegurðar hennar er ættjörðin honum
“undramynd — sem í heiðblámans
ljósofnu silki vefst”, en menningar-
lega er hún honum “vegsamlegt
sjálfstæðis fordæmi”. f sama kvæði
(“Minni íslands”, 1921) eru þessi
fögru erindi:
“Morgun þróandi lífs, morgun freistandi
framtaks,
morgun fullveldis skin og þig vekur með
koss;
hann þig kallar, mín þjóð, fram til sýslu
og samtaks,
að til sæmdar, en skammar, ei verði
slíkt hnoss.
Vit, að sjálfstæði næst með að rækja
sinn rjett —
og með ráðsnjallri starfshyggju tak-
markið sett.
Þú ert móðir vor ástkær og umhugsun
tíðust,
þú, vor ættjörð, og — best þess, er
hjartað fær dreymt;
’Og oss þykir sem sjertu sú fjallborgin
fríðust,
þar sem frelsisins hjarta frá öndverðu’
er geymt.
Tak nú, móðir vor ástkærust, sjálfráð
þinn sess
meðan sólsetursbörnin þín kveða þér
vers.”
Ættjarðarást Jóns hafði því auð-
sjáanlega ekki kulnað við það, að
hann dvaldi nærri hálfa öld fjar-